Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 23
Sjálfsvitund Jesú.
19
útlagt er á íslenzku »mannssonurinn«, þýðir ekkert annað
en »maðurinn«, svo ekki er fyrir það girt, að Jesús noti
það á stöku stað um sig beint sem mann. En hann notar
það áreiðanlega líka í hinni merkingunni: Messías, eins
og það er notað í Daníelsbók og ritum siðgyðingdómsins.
Og það var því meiri ástæða til þess, að Jesús hallaðist
að þessu heitinu, sem það lýtur ekki til þjóðlegra og
politiskra Messíasar-vona um jarðneskan konung af Davíðs
ætt, heldur er þar að ræða um Messías, sem manninn frá
himnum. Þegar Jesús einmitt notar þetta heiti, þá gerir
liann það af því, hve miklu betur það samsvarar Messí-
asar-hugmynd Jesú sjálfs. Með því að nota hana, heíir
Jesús með öðrum orðum beint gert tilkall lil að vera
»að ofan«, þ. e. að vera af guði sendur til þess að opin-
bera mönnunum veru guðs og vilja, svo að þeir fyrir þá
opinberun geti öðlast náðarhjálpræði guðs í fyrirgefningu
syndanna. Með þessum liætti verður þá inntak Messíasar-
hugmyndar Jesú ekki annað en það, sem Jóhannes orðar
með því að kalla Jesúm »veginn til föðursins«. Með því,
að gera tilkall til Messíasar-tignar, heldur Jesús þvi fram,
að »enginn geti komist til föðursins nema fyrir hann.«
Messíasar-vitund Jesú verður þá nákvæmlega hið sama og
vitund hans um sig svo sem opinberanda íöðursins. Annað
virðist Jesús ekki hafa haft í huga, er hann notar þetta
heiti. Að Jesús notar slíkt alþekt hugtak, sem Messíasar-
hugtakið var með Gyðingum, en leggur í það alt aðra
merkingu, kann undarlegt að virðast, en vér stöndum hér
gagnvart staðreynd, sem ekki verður vefengd, hvort sem
vér gerum oss grein hennar á einn veg eða annan. Og
það er meðvitund þessa, að vera guðs erindreki meðal
mannanna, sem gefur Jesú öllu öðru fremur þrek og
djörfung tii þess að ganga á móti þjáningum og dauða,
án þess nokkru sinni að láta bilbug á sér finna.
Eg sagði áðan, að sonarvitund Jesú renni að því leyti
saman við Messíasar-vitund hans, að meðvitund Jesú um
að vera opinberandi guðs og flytjandi guðlegs náðarhjálp-