Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 43
Jóhannesarguðspjall. 39
fjandsamlegt afl. Það er og til þess að ve^fa móti siðferð-
isprédikun Gyðinga, að hann verður oft næstum að segja
»rationalisti« i orðalagi, þannig, að stundum þegar hann er
kominn hæst í dulspekilegum hugmyndum um sambandið
við Krist og guð, kemur það alt í einu, að alt sé undir
þvi komið að halda boðorðin og gera guðs vilja. Og auð-
vitað á það i þessu rót sína, hve fullkomlega er horfinn
allur vottur þess, að Jesús hafi verið sendur sérstaklega
Gyðingaþjóðinni. Guðspjallamaðurinn sj'nir meira að segja,
að heiðingjarnir hafi verið miklu móttækilegri fyrir boð-
skap Krists en Gyðingar, og það er ekki nein tilviljun að
hann segir í tólfta kapítulanum frá því hvorntveggja, að
Gyðingarnir afréðu til fulls að deyða Jesú, svo að hann
skildi við þá, og hinu, að nokkrir Grikkir voru að leita að
Jesú. Þessir Grikkir hverfa að vísu strax af sjónarsviðinu
aftur, eins og altítt er í þessu guðspjalli, en þeir eru líka
eftir skoðun guðspjallamannsins búnir að leika sitt hlut-
verk í liinum mikla sjónleik, það, að vera eins og nokk-
urskonar fulltrúar hins gríska heims og grísku menningar,
sem leitar Jesú.
Fleira mætti segja um aukatilgang guðspjallamannsins,
en hér hefir verið gert, en þó skal hér nema staðar. Höf-
uðtilgangurinn verður altaf Ijós, og af honum leiðir í raun-
inni alt hitt. Jesús er hið holdi klædda »orð« guðs, og
því er kristindómurinn fullkominn og á að ná sigri vfir öll-
um öðrum trúarskoðunum og ná til allra manna.