Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 44
PRESTARNIR OG ÆSIvAN.
Erindi ílutt á prestastefnunni 1918
af séra Friðriki Friðrikssyni.
Mér hefir verið gefið það lilutverk að tala um prestana
og æskulýðinn. Fyrst fanst mér að það mundi vera auð-
velt, en síðan, er ég fór að velta því fyrir mér, fór fyrir
mér líkt og lieimspekingnum Símonidesi — mig minnir
að það væri hann, — þegar hann var spurður hvað guð
væri, þá bað hann um æ meiri og meiri frest, en því
lengri sem fresturinn varð, þess erfiðara þótti honum við-
fangsefnið. Því lengur sem ég hugsaði um þetta mitt hlul-
verk, þess meir langaði mig til þess að gefast upp og fá
frest til næsta árs, en svo aftur á hinn hóginn varð ég
hræddur um að næsta ár mundi ég standa i sömu spor-
um og nú, og væri þá ver fenginn fresturinn. Fg verð því
fyrirfram að biðja afsökunar á því, að þetla erindi verð-
ur áreiðanlega ekki eins og ég inst inni vildi óska að
það gæti orðið.
Einn af eríiðleikunum er sá, að þetta efni má taka á
ýmsa vegu. Er því vandratað á heppilegasta veginn.
t*að gæti t. d. verið efni í stórt erindi, hvað prestarnir
gera fyrir æskulýð kirkjunnar, til þess að halda honum
við kirkjuna og kristindóminn.
En til að tala urn þessa hliðina skortir mig gersamlega
þekkingu og kunnugleik á því, sem prestar gera persónu-
lega fyrir börn og unglinga hver í sínu prestakalli. Því
þótt ekki sjáist að prestar alment hafi beitt sér fyrir slofn-
un kristilegs félagsskapar, svo að á það verði bent hið
ytra, er engan vegin þar með sagt, að preslarnir geri
ekkert í því efni, því aðalatriðið er ekki stofnun sýnilegs