Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 35
Jóhannesarguðspjall.
31
an mönnunum. Guð var hin hreina vera, sem ekki varð
með neinni hugsun höndlaður né með orðum og hugtök-
um lýst. Enga eiginleika mátti eigna honum, því að það
fanst mönnum mundi draga hann niður. »Guð er«, var
það eina, sem hægt var um liann að segja. A hirin bóg-
inn var heimurinn gerður úr því. sem lægst var, efninu
þunga og sauruga, og því hlaut óskaplegt djúp að vera
staðfest milli guðs og heimsins. Gnð og efnisheimurinn
voru mestu andstæðurnar, sem tilveran þekti, og guð
hlaut því að saurgast af þvi að nálgast efnisheiminn. En
nú er það mönnunum óbærileg hugsun, að vera gersam-
laga fráskildir guði, og því verður einhvernveginn að brúa
djúpið. Ur því að guð og heimurinn geta aldrei nálgast
hvor annan, þá verður að halda uppi ferðum yfir hafið.
Og þar kemur þá hugmyndin um englana til hjálpar, sem
í munni hins grískmentaða manns verður logoi1), »orðin«,
en það huglak var kunnugt frá heimspeki Platós. Engl-
arnir, eða þessir logoi verða nú meðalgangararnir, og nú
fjölgar þeim stórum, myndast heilir herskarar, og þeir eru
ákaflega mismunandi að tign, sumir lægstir og næst efnis-
heiminum, aðrir æðstir og næst guði og svo alt þar á
nhlli. En mestur þeirrá allra eða öllu heldur eins og yfir-
grip og innihald þeirra allra er þó »ho logos«, logos-inn
»orðið«, hin guðlega hugsun sjálf, sem verður að virki-
leika.
Þelta hugtak íklæðist nú holdi og blóði hjá Jóhannesi.
Orðið hefir orðið hold, þó að ótrúlegt mætti þykja um
svo dýrlega veru, og þetta holdi klædda orð er Jesús
Kristur. Svo dýrlegur var hann í augum lærisveinanna,
svo guðdómlega fagur og hár, að hann getur ekki aðra
grein gert sér fyrir því en þessa. Hann er meðalgangarinn
sjálfur, sem um stund tekur á sig mynd dauðlegs holds,
lítillækkar sjálfan sig vor vegna.
1 ilgangur hans með þessu er sá, að endurleysa mennina.
1) logoi er fleirtala af logos.