Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 68
64
S. P. Sívertsen:
astri og fegurstri mynd, og jafnframt geflð til kynna, hve
fjarri það væri honum, að álíta sig af guði sendan til
þess að láta pólitiska framtíðardrauma rætast, til að stofna
jarðneskt ríki, ná jarðneskum yfirráðum og hefja þjóðina
til valda og virðingar á þann hátt. Mannssonurinn væri
kominn til dóms og hjálpræðis, en ekki til þess að láta
neinar pólitiskar Messíasarvonir rætast, hversu glæsilegar
sem mörgum löndum hans virtust þær.
Á þennan hátt mætli hugsa sér skýringuna á því, að
Jesús velur sér að heiti eitt af Messíasarnöfnum opinber-
unarstefnunnar. En með því er engin grein gerð fyrirhinu,
hvers vegna hann einmitt valdi þetta nafn úr Messiasar-
lieitum þessarar stefnu. Því opinberunarrit síðgyðingdóms-
ins bera þess greinilega vott, að opinberunarstefnan hafi
notað íleiri Messiasarheiti en mannssonarnafnið eitt. Eðli-
legast verður að hugsa sér, að Jesús hafi haft ákveðnar
ástæður fyrir þessu vali, og hafi með því viljað gefa eilt-
hvað sérstakt til kynna. Auðvitað er hér að eins um á-
gizkanir að ræða. En ekki væri ólíklegt, að ástæðan hafi
meðfram verið sú, að mannssonarnafnið liafi ekki verið
alment á hans dögum, og því minni hætta á, að hann
yrði misskilinn, er hann notaði þetta nafn en önnur, sem
fastar hugmjmdir höfðu hlaðist utan um í hugum þjóðar-
innar. Annað gæti einnig hafa ráðið miklu um valið,
það, að lieiti þetta jafnframt því að vera Messíasarheiti
einnig beindi hugum manna tíl mannkynsins í heild sinni.
Með heitinu væri þá lögð áherzla á, að þótt Jesús væri
sér þess meðvitandi, að liann stæði í hinu nánasta sam-
félagi við guð, þólt hann vissi sig útvalinn sem verkfæri
guðs til þess að framkvæma vilja hans, þótt líkingarorð
Daníelsbókar og líkingarhugmyndir opinberunarrilanna
ættu á andlegan og dásamlegan hátt að rætast á honum,
og væru líkingarfull lýsing á himnesku áhrifunum, sem
með honum ættu að berast til jarðarinnar, væri hann þó
einn af mannanna börnum, mannsbarn að eðli, og því
nátengdur mannkyninu í heild sinni. Ætti heitið, skilið á