Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 136
132
Ásgeir Ásgeirsson:
í köllunarstarfi sínu, sama hvert það sé; það þurfi ekki
til að vera hringjari, meðhjálpari eða prestur. Annað ein-
kenni er það, hve mikil áherzla er lögð á söfnuðinn, kirkj-
una. Þjóðina í heild sinni á að kristna. Meira er hugsað
um heildina en einstaklinginn. Stefnan verður því kirkju-
leg. þetta stingur í stúf við okkur íslendinga. Við erum
ókirkjulegir og verðum aldrei annað. Við erum svo mikl-
ir »individualistar«. Meðal ungkirkjumanna á nýja guð-
fræðin bækistöðu sína. Hún hefir unnið mikið fylgi með-
al yngri presta og ekki síst meðal kennara. Þar fyrir þarf
enginn að halda að þurr og köld »kritik« sé algeng í ung-
kirkjulegum hóp. Purr og köld »kritik« getur aldrei skap-
að nýtt líf. En ungkirkjulegu hreyfingunni hefir fylgt eld-
ur og áhugi. Til sannindamerkis er nóg að nefna »kross-
ferðirnar«. Þær hófust 1909. Fjöldi ungra stúdenta tók sig
saman um að fara krossferðir um landið. Tveir og tveir
ferðuðust saman og töluðu i unglingafélögum, kirkjum og
hvar sem menn vildu á þá hlýða. Það var ánægjulegt að
heyra gamla krossfarendur tala um þá hrifningu, sem hvildi
yfir fyrstu ferðunum. Enn halda þessar ferðir áfram, en
nú er daufara yfir þeim. Ungur maður, Manfred Björk-
quist að nafni, átti upptökin að krossferðunum. Hann átti
og upptökin að samskotum til herskipakaupa, sem mikið
var um talað fyrir nokkru. Dregur þar að því sama, sem
áður var sagt, að sömu ágætismennirnir herja jafnt á óvini
heilagrar guðs kirkju, sem óvini ríkisins. Björkquist er
nú skólastjóri í Sigtuna og talinn afbragð ungra manna í
Svíþjóð.
Flokkaskifting í sænsku kirkjunni er öll önnur en hér.
Hér er mönnum skift í gamal- og nýguðfræðinga. Svo er
ekki í Sviþjóð. Og er þó hvorttveggja, gömul og ný guð-
fræði til þar ekki síður en hér. Hvergi heyrði ég eða sá
i ræðu eða riti presta bera andstæðingum sínum á brýn,
að þeir ættu ekki rétt til að starfa innan þjóðkirkjunnar,
og gilda þó öll játningarit að gömlum lögum í sænsku
kirkjunni. Þetta er meira en hægt væri að segja um danska