Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 21
Sjálfsvitund Jesú.
17
með tilkalli sínu til messíanskrar konungstignar gæti orðið
hættulegur valdi keisarans, og þá sök hafa æðstu prest-
arnir og ráðið borið á hann út frá játningu hans fyrir
Ivaífasi. Vér vitum þá líka að sakargiftin, sem sett var
sem yíirskrift á krossinn, liljóðaði svo: Jesús frá Nazaret
konungur Gyðinga, enda voru Ijandmenn hans óánægðir
með orðalagið og kröfðust þess, að yfirskriftinni yrði
breytt á þá leið, að liann »hefði sagzt vera« konungur
Gyðinga, þ. e. Messías. Eins og Pílatus hafði látið ganga
frá yflrskriftinni, fanst þeim það því likast sem hann væii
að gera gys að Messíasar-vonum þeirra.
Þó er fjórða sögu-staðreyndin þeirra mikilvægust, en það
er trú lærisveinanna á hann upprisinn, sem vaknar í sálu
þeirra með páskadeginum. Við krossfestinguna hafði trú
þeirra og von í bili með öllu að engu orðið. En skömmu
síðar eru þeir orðnir sannfærðir um, að Jesús liafi þrátt
fyrir alt verið og sé Messías. Trú þeirra á upprisu Jesú
og Messiasar-tign verður oss algjör og óráðandi gáta, hafi
þeir ekki verið orðnir fasttrúaðir á'Messíasar-lign meistara
síns áður en liann var tekinn. Að eins með þeim hætti
verða oss skiljanleg hin miklu umskifti með þeim upp
úr páskunum. Og þá hljótum vér aftur að álykta enn-
fremur, að Jesús hafi að minsta kosti ekkert gert til þess
að bæla þessa trú þeirra niður.
Þessar fjórar staðreyndir — og fleirum mælli ef lil vill
bæta þar við — flytja oss fullkomna sögulega vissu fyrir
því, að Jesús hafi, þegar leið að lokum skeiðhlaups hans,
látið sér það vel lika, að honum væri eignuð Messíasar-
tign og hafi þá líka sjálfur álilið sig vera Messias.
En þá verður næsta spurningin, sem eðlilega ryðst inn
á oss: í hvaða merkingu heíir þá Jesús gert lilkall til
Messíasar-nafnsins? Því að eins og þegar hefir verið tek-
ið fram hefir Jesús alls ekki aðhylst Messías-hugmyndir
landa sinna. Spurningin er erfið viðfangs og lélt álitið er
eina Ieiðin til að greiða úr henni sú, að alhuga þau
Messíasar-heiti önnur, sem fj’rir oss verða í NT. og selt
Preslafélagsritið. 2