Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 134
130 Ásgeir Ásgeirsson:
íslendingar höfum ekki mikils að minnast í sambandi við
siðbótina hjá oss, nú á þessu mikla siðbótarafmæli. Hinu
getum við þar fyrir fagnað, sem gerðist suður á Þýzka-
landi 1517. En Olaus Petri væri mestur þó við meiri menn
væri að jafnast. Gústaf II. Adolf hefir þó haft jafnvel meira
gildi fyrir sænsku kirkjuna. Á hans dögum verður rikið
og kirkjan eitl. Ríkið og kirkjan rennur þá saman eins;
og konungurinn og biskupinn í persónu Gústafs Adolfs
sjálfs. Þá er það sem Sviar bjarga kirkju Lúthers um
heim allan úr kaþólsku hættunni. Þó ég nefni þessa tvo
menn sérstaklega, er öðru nær en að þeir séu einstæðir.
Þeir eru mestir. En meðal merkismanna Svía má rekja
röðina af trúarhetjum. Kristindómurinn og þjóðernið helst
í hendur í huga þeirra. Andi stórmenna sögunnar vakir
yfir sænsku kirkjunni. Hún lifir á hugsunum þeirra, les
ræður þeirra, syngur sálma þeirra og dáist að afrekum
þeirra. Kirkjulifið er mjög háð fortíðinni. Svo er auðvitað
um fleiri kirkjur. Mikilmenni þjóðarinnar, áhrif góðra og
samviskusamra presta svo hundruðum skiftir, sem nú eru
gleymdir og grafnir, guðhræddir menn og konur, sem starf-
að hafa í söfnuðinum, kirkjulegar bókmentir, vakninga-
hreyfingar, sem skotið hefir upp hér og þar, erlend áhrif
og starf núlifandi manna, — þegar allir þessir lækir falla
saman, þá mynda þeir það sem nú heitir sænskt kirkjulíf.
III.
Eitt einkenni á sænsku kirkjulífi er það, að það er ekki
eins auðgert að skilja þar að stefnur og ílokka eins og sum-
staðar annarstaðar, t. d. í Danmörku. í Danmörku er fágætt
að hitta prest sem er ekki annaðhvort heimatrúboðsmað-
ur eða Grundtvigssinni. í Svíþjóð er fjöldi presta, sem
ekki er hægt að skipa á neinn ákveðinn bás. Þeir eru
prestar í sænsku þjóðkirkjunni, og virðast ekki finna þörf
hjá sér fyrir annan eða þrengri bás. Allir lækir sem
mynda sænskt kirkjulíf falla til þeirra.
Á fyrri hluta síðustu aldar gengu vakningar um landið..