Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 18
lá
Jón Helgason:
aðstoðendur hans og samverkamenn, þeir, er halda áfram
prédikunarstarfi hans, hefir breytni og framkoma annara
við þá, að skoðun Jesú, nákvæmlega sama gildi og breytni
þeirra og framkoma gegn Jesú sjálfum. Út frá sömu heild-
arskoðun viðvíkjandi afstöðu manna til persónu hans svo
sem fólginni í fylgi bjarlans við kenningu hans, gat Jesús
talað hin frjálsmannlegu orð uin manninn, sem lærisvein-
arnir bönnuðu að reka út anda í Jesú nafni, af því að
hann hafði ekki fylgst með Jesú: »Bannið honum það
ekki, þvi að enginn er sá sem gerir kraftaverk í mínu
nafni og rétt á eftir getur talað illa um mig. Því að sá,
sem ekki er á móti oss, hann er með oss«. Aftur segir
hann um Fariseana er þeir með hatursfullum orðum gerðu
lílið úr starfsemi Jesú: »Hver sem ekki er með mér, sá
er á móti mér, sá sem ekki samansafnar með mér, hann
sundurdreifir«. Meginreglan er því þessi: að hin innri —
hjartans — afstaða lil prédikunar Jesú, en ekki hin ytri
afstaða til persónunnar sjálfrar, sé umfram alt mælikvarði
á það, hvort menn heyra honum til eða ekki.
Og að síðustu er þess þá líka að minnast í þessu sam-
bandi, live mildum höndum Jesús tekur á þeim, sem við
haun persónulega verða brotlegir, þar sem hin fjandsam-
lega framkoma er ekki runnin af rótum vitandi óvildar á
boðskap hans og fjandskap gegn honum. Þegar Samverja-
þorp nokkurt synjaði honum viðlöku á siðustu suðurgöngu
hans og þeir Sebedeussynir fullir heiptar vildu að þorps-
búum yrði tortimt með eldi af himni til refsingar fyrir,
þá snerist Jesús við og ávítaði lærisveinana (Lúk. 9,
55). Og þá mætti hér ekki síður minnast orða hans um
það, að »hver sem mælir orð gegn mannssyninum, honum
mun verða fyrirgefið, en hver sem mælir gegn heilögum
anda, honum mun eigi verða fyrirgefið, hvorki í þessum
heimi né hinum komanda«. Því að hér gerir hann grein-
armun þess tvens: mannlegrar persónu sinnar annars veg-
ar, og þess guðlega andakraftar liins vegar, sem hann veit
sér gefinn og bæði mótar allan vitnisburð hans og gefur