Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 50
46
Friðrik Friðriksson:
að hann fær mikið vald yfir þeim og hefir numið land í
meðvitundarlífi þeirra. — Og hafi hann náð því, getur
hann, er svo ber undir, beitt jafnvel miklum strangleik
við þá án þess kærleiksbandið bresti. Ég veit, að drengir
að minsta kosti þola þeim mikið, sem þeir treysta að hafi
Velferð þeirra virkilega fyrir augum.
Og hafi presturinn náð slikum tökum á hinum einstöku,
þá er mikið unnið fyrir kirkjuna, því unglingarnir sjá ein-
att mynd af kirkjunni og dæma hana eftir prestinum.
Presturinn verður því að vinna kærleika þeirra og eignast
hann til þess svo að leiða þá þangað sem þeir eiga að
komast: til samfélagsins við guð.
Sé nú unt fyrir prestinn að gefa hinum ungu þennan
skilning á söfnuðinum og kirkjunni og afstöðu þeirra gagn-
vart henni, að þar hafi þeir félag, sem þeir séu meðlimir
í og geti þegar strax byrjað að þjóna og starfa fyrir, þá
gerir minna til, þótt ekki sé framkvæmanlegt að hafa
sérstakan kristilegan unglingafélagsskap. Allur kristilegur
unglingafélagsskapur á að hafa þetta fyrir markmið silt
hvort sem er, að leiða meðlimi sina inn í kirkjulífið, svo
að þeir fyr eða síðar finni þar starfsköllun sína. Allur
kristilegur félagsskapur meðal æskumanna á að vera for-
garður og anddyri kirkjunnar. f*að kemur oft fyrir, eink-
um í bæjunum, að hinir ungu fást ekki til að koma inn
í sjálfa kirkjuna, og ekki er ætíð ráðlegt að þvinga þá til
þess of fljólt, lieldur að lofa þeim að leika sér nokkra
stund í forgarðinum, en að þvi ber að stefna að þeir
komist úr forgarðinum inn í sjálfan helgidóminn. En kom-
ist þeir beint inn í helgidóminn forgarðslaust, þá er það
hið bezta.
Nú á tímum, þar sem svo margt dregur frá kirkjunni,
er nauðsyn víða á þessari millistöð, sem heitir kristilegur
unglingafélagsskapur, í hinum ýmsu myndum hans. Og
einmitl með ástand þessarar aldar fyrir augum, hefir guð
að minni hyggju gefið kirkju sinni þessa marggreinótlu
félagsstarfsemi meðal hinna ungu.