Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 60
56
S. P. Sívertsen:
sem er niðji Daviðs og endurreisa á ríki hans. Messías er
þar Davíðssonurinn fyrirheitni. Hin stefnan bregður upp
fyrir oss mynd af himneskri veru, sem verið hafði í fortil-
veru hjá guði, en átti að koma niður til jarðarinnar tii
þess að gerast heimsdómarinn og endurlausnari mannkyns-
ins. Par er hugmynd opinberunarstefnunnar eða »apoka!yp-
tiska« skoðunin.
Samkvæmt fyrri skoðuninni átti Messías að fæðast i
borg Davíðs og hugsuðu menn sér oft að hann lifði ó-
kunnur á jörðunni unz hann alt í einu kæmi opinberlega
fram. Hann átti að vera voldugur í verkum og öflugur í
guðsótta og gæta hjarðar guðs með trúfesti og réttvísi.
Þótt hann væri jarðneskur konungur og maður á mannleg-
an hátt getinn, hugsuðu menn sér að guð hefði gefið hon-
um sérstaka hæfileika ag atgjörfi, gætt hann óvanalegum
mætti og tign. Hann átli að vera fulllrúi guðs og meðal-
gangari, voldugur og herskár konungur af Davíðs ætt,
sem frelsa átti eignarþjóð guðs undan allri áþján og yfir-
drotnan annara þjóða og eyða óvinum ísraels, en ná yf-
irráðum yfir öðrum þjóðum og undiroka alla heiðingja og
hefna allra misgerða á heiðnum þjóðum. Hann átti að
ríkja yfir heilögum lýð og gera þjóðina hamingjusama.
Ríki hans var bundið við þessa jörð, gæði hennar og gleði;
það var beinlínis bundið við landið lielga, en þó ríki rétt-
lætis og liamingju. Koma þessar hugmyndir margvíslega
fram í ritum síðgyðingdómsins, en fegurst birtast þær og
ná hæst í sálmum Salómós. Lýsir 17. sálmur Salómós
Messíasarskoðun Davíðssonarstefnunnar eins og hún hafði
náð hæst nálægt iniðri fyrstu öld f. Kr. burð.
Næsta ólik þessari skoðun var Messiasarhugmynd opin-
berunárstefnunnar. Að vísu neitar sú stefna því ekki, að
Messías sé maður. En hann er ólíkur öllum öðrum
mönnum. Hann er frummaðurinn, geymdur hjá guði frá
eilífð. »Áður en sólin og sólmerkin voru sköpuð og áður
en sljörnur himinsins voru myndaðar, var nafn hans
nefnt frammi fyrir drotni andanna« (1. En. 48, 3). Menn