Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 14
10
Jón Helgason:
um það sagt með áreiðanlegri vissu, þvi að heimildir vor-
ar segja þar fátt um beinlínis.
Sonarvitund Jesú er hæsta stig sjálfsvitundar hans og
þar erum vér enda komnir svo hátt frá jörðu venjulegs
mannlífs, að spurningin um það, hvort Jesús eigni sjálf-
um sér, persónu sinni og sambandi við sig, trúarlegt gildi,
rjrðst þar inn á oss.
Eftir því sem Markúsar-guðspjalli segist frá — og þar
er áreiðanlega um elztu heimildina að lífi og staríi Jesú
að ræða — hefir Jesús á síðasta kaíla samvistar sinnar
við lærisveinana, einkum eftir þann mikla dag við Sesarea
Filippi, er Símon Pétur, eins og fyrir hönd lærisveinanna
allra, hefir játað Jesúm vera Messías með orðunum : »Þú
ert Kristur, sonur hins lifanda guðs«, — á þessum kafia sam-
vistarinnar við þá og eftir að hugboðið um þjáningar og
dauða hefir náð fullri festu í sálu Jesú hefir hann með
enn meiri áherzlu en áður gert afstöðuna til sjál/s sin
persónulega að skilyrði fyrir inntökunni í guðs ríki og
lilultökunni í gæðum þess. Þarf ég þar ekki annað en
minna á, hve alvarlega Jesús brýnir fyrir Iærisveinum
sínum skj'lduna að taka á sig sinn kross og fylgja sér
eftir, hversu þeir vegna hans og fagnaðarerindis lians eigi
að fórna öllu, leggja alt í sölurnar, jarðneskt lif silt og
gæði þess og sambönd, jafnvel hin allra nánustu, og vera
við þvi búnir að bera hatur heimsins og ofsóknir lians
vegna, hversu hann leggur ríkt á við þá um hver ábyrgð-
arhluti það sé þeim, er blygðist sín fyrir hann og orð
hans; hann talar um það, að hver sem veiti barni ástúð-
arviðtöku í sínu nafni, hann veiti sér viðtöku og um leið
föðurnum, sem sendi hann. í fegurstri mynd kemur það
fram, hve mikla áherzlu Jesús leggur á samband læri-
sveinanna við sig persónulega, við máltíð þá er Jesús að
skilnaði neytir með lærisveinum sínum, þar sem hann
innsetur sérstaka hátíðlega athöfn til minningar um sig,
til þess að tryggja sem bezt trúnaðarsamband þeirra við sig,
svo sem trúnaðarsamband, er nái út yfir dauða og gröf.