Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 81
Ásm. Guðmundsson: Um nokkur siðferðisboð Jesú. 77
annað það, sem jarðneskt sé, heldur losa sig við það alt
og leita þess, sem sé á hæðum. Þeir verði að vera ger-
samlega óháðir því, sem jörðin hefir að bjóða. Þeim sé á
engan hátt unt að þjóna tveim herrum, bæði guði og
mammon. Hann telur auðinn búa yfir ósegjanlega mikilli
hættu og stefna sál mannsins í voða. Hann krefst þess
skilyrðislaust af ríka unglingnum, að hann fari og selji
allar eignir sínar og gefi fátækum. Öll slík bönd verði að
rjúfa til þess að geta unnið fyrir guðsríkið. Og lærisvein-
arnir verða gagnteknir af skelfingu yfir orðum hans.
»það er auðveldara«, segir hann, »fyrir úlfalda að ganga
í gegnum nálarauga en f)TÍr ríkan mann að ganga inn í
guðsríkið«. Hann játar því, að það sé ómögulegt fyrir
mönnum. Guð einn geti látið það verða, hann einn eigi
máttinn til þess að lífga og endurskapa. — En væri
heimurinn nokkru bættari fyrir það þótt mennirnir af-
söluðu sér eignum sinum? Yrði það í raun og veru öðr-
um til siðferðisbóta, að vér gæfum þeim alt, sem vér ætt-
um? Væri það ekki miklu fremur brot gagnvart þeim,
sem vér æltum að sjá fyrir? Getur það ekki einmitt verið
holt siðferðilega, að liafa einhver efni að ráða yfir?
]?á hefir Jesús sagt, að vér skyldum ekki vera áhyggju-
full um það, sem vér ættum að hafa til matar eða klæðn-
aðar. Vér eigum þar að taka oss til fyrirmyndar fuglana
í loftinu og blómin á vellinum, sem safna ekki í korn-
hlöður og vinna hvorki né spinna. Vor himneski faðir
gefur þeim fæðu og býr þau, og erum vér ekki miklu
fremri? Vor himneski faðir veit, að vér þörfnumst alls
þessa. En gætu mennirnir lifað án þess að hafa nokkra
fyrirhyggju um að safna í kornhlöðurnar eða búa sér
klæði?
Enn hefir Jesús talað orð, sem oss þj'kja hörð og
vægðarlaus. Hann segir við manninn, sem langar til þess
að jarða fyrst föður sinn áður en hann snúist algerlega
til fylgdar við hann: »Lát hina dauðu jarða sína dauðu«.
Hann getur jafnvel verið enn þá strangari enþað: »Efein-