Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 69
Mannssonurinn.
65
þennan hátt, að benda út yfir allar þjóðartakmarkanir,
gagnstætt hugmyndum þeirra er lögðu áherzlu á að Messí-
as ætti að verða konungur ísraels og af konungsættinni
frægu, niðji Davíðs. Með heitinu hefði Jesús þá viljað gefa
til kynna, að þótt starfsemi hans væri nær eingöngu bund-
in við hans eigin þjóð, væri hann sér þess þó meðvitandi,
að hann væri sendur heiminum til dóms, að því leyti,
sem mótstaðan gegn honum og hjálpræðisstarfsemi hans
hlaut að leiða til dóms, og heiminum til hjálpræðis, að
honum, mannssyninum, væri af guði falið að vera mann-
kynsfrelsarinn.
Þá er enn eins að gœta. Einmitt um það leyti sem Jesús
lætur Messíasarvitund sína í ljósi fyrir lærisveinum sín-
um, var honum mjög ríkt í huga mikisvert atriði, sem
alls ekki hafði náð til þjóðarvonanna á hans tímum, jafn-
vel ekki í andlegustu og háleitustu mynd þeirra. Það var
þjáningaleið Messíasar til dýrðarinnar. Jesús vissi að það
var einasta leiðin fyrir hann til dýrðarinnar. En lærisvein-
ar hans áttu svo undurerfitt með að skilja þetta. Þeir
höfðu alt aðrar hugmyndir um Messias en þær, að hann
myndi verða að líða og deyja. Það var hin mesta fjar-
stæða í þeirra hugum, að slíkt þyrfti að eiga sér stað. Ef
Jesús hefði notað um sig orðin Davíðssonur eða Kristur
eða önnur þau heiti, sem fastmótaðar Messíasarhugmynd-
ir voru viðtengdar, hefði þeim því síður skilist þetta.
Jesús fer því aðra leið. Hann bendir á sig sem líðandi
mannssoninn, sem verði að deyja, en aftur muni rísa upp
og verða dýrðlegur. Með því vill hann gefa lærisveinum
^ínum til kynna, hver sé upphefðarleið hans sem Messí-
asar; það sé ekki konungsleiðin, tignar og valdaleiðin,
eins og þjóðin Iengst af hafði ímyndað sér, heldur væri
það þjáningaleiðin í þjónustu annara. Milli pínu hans og
dauða og komandi dýrðar væri náið samband. Það tvent
væri svo fjarri því að útiloka hvað annað, þar eð annað
einmitt leiddi af hinu. Vegur krossins væri mannssynin-
um vegur dýrðarinnar, mannkyninu til dóms og hjálpræðis.
Pi-estafclagsritið. 5