Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 151
ÍSLENZKA KIRKJAN
OG SAMDRÁTTURINN MEÐ PJÓÐKIRKJUM NORÐURLANDA.
Eftir dr. Jón Helgason biskup.
Meðan öndvegisþjóðir álfu vorrar hafa borist á bana-
spjót undanfarin ófriðarár, hafa Norðurlanda þjóðirnar
hlutlausu nálgast hver aðra meira en áður og með þeim
vaknað áhugi á því að taka höndum saman til nánari
samvinnu að sameiginlegum áhugamálum en til þessa hef-
ir átt sér stað. Þessi samdráttur með þjóðunum hefir og
leitt til samdráttar með þjóQkirkjum þessara landa, og í
hitt eð fyrra var komið á fót félagsskap, er nefnist »sam-
bandið til nánari samvinnu með þjóðkirkjum Norðurlanda«.
þetta samband var stofnað haustið 1916 og er ætlast til
þess að aðalstjórnendur þess verði þeir þiír höfuðbiskup-
ar Norðurlanda: erkibiskupinn í Uppsölum, biskupinn í
Kristíaníu og Sjálandsbiskup, en í hverju landi á sam-
bandið sér miðstjórn þarlendra manna, sem sérstaklega
annast þau mál, er það land varða og koma fram sem
fulltrúar þeirra á sameiginlegum fundum. Auk Norður-
landa-þjóðkirknanna þriggja, hinnar sænsku, norsku og
dönsku, hefir þjóðkirkjum íslendinga og Finna verið boð-
ið að ganga i kirknabandalag þetta svo sem fjórðu og
fimtu sjálfstæðu þjóðkirkjunum á Norðurlöndum, og því
boði verið vel tekið.
Aðalforgöngumaður þeirrar hreyfingar, sem hér er vak-
in, er dr. N. Söderblom, erkibiskup Svía, einhver lærð-
asti og mikilhæfasli guðfræðingurinn og kirkjulegi leiðtog-
inn, sem nú er uppi innan mótmælendakirknanna, ogbrenn-
andi áhugamaður um öll kirkjuleg mál. Það sem fyrir
honum vakir er, að kirkjur frændþjóðanna norrænu