Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 139
Sænska kirkjan.
135
deildar háskólans. Kennararnir eru allir starfandi prestar
í þjóðkirkjunni. Söderblom reyndist ágætur prédikari og
frá þessum árum er til eitt prédikanasafn eftir hann. Ann-
ars var hann alstaðar með. Einkum var það kristilega
stúdentahreyfingin sem fékk að njóta starfskrafta hans.
1912 verður Söderblom piófessor við háskólann í Leipzig
á Þýzkalandi. Tveim árum síðar er hann kallaður heim
aftur og verður þá erkibiskup sænsku kirkjunnar. Hann
hafði ekki alment fylgi prestastéttarinnar til þeirrar stöðu.
En bæði fylgdu prófessorarnir i Uppsölum honum og svo
fylgdi fáurn sænskum nöfnum jafngóður orðstír um all-
an hinn mentaða heim. Það hefir verið sagt um sænsku
kirkjuna, að hún hafi gert þann mann að erkibiskupi sín-
um, sem danska kirkjan hefði flæmt burt úr félagi sínu,
ef hann hefði verið prestur þar. Þetta er ýkt, en eitthvað
er satt i því. í embætti sínu hefir Söderblom unnið allra
hylli. Hann er bæði frjálslyndur og kirkjulegur; sambland
af frjálslyndi og íhaldi, og þó svo að hann er heill og
hreinskilinn. Allir vita hvar þeir hafa hann. Eitt mesta
áhugamál hans er að koma á sem nánustu sambandi milli
allra lútherskra kirkjudeilda, einkum Norðurlandakirkn-
anna. Rómverskkaþólska kirkjan stendur óklofm og hefir
eitt höfuð, en evangelisku kirkjudeildirnar eru sundraðar
um öll lönd. Kappið milli lútherskra manna og kaþólskra
er altaf að aukast. Nú er í lútherskum löndum talað mik-
ið um kaþólsku hæltuna. Ög eigi Söderblom nokkurn óvin,
þá er það »ultramontanski« andinn, sem nú ræður lögum
og lofum í kaþólsku kirkjunni. Pað sem hefir gert Söder-
blom vinsælastan meðal þeirra sem fyrst voru óánægðir
með hann er það, hve kirkjulegur hann er. Sjálfur páfinn
í Róm er ekki vandaðri að embættisvirðingu sinni en erki-
biskup Svíanna. Og þó er hann svo yfirlætislaus, að hann
getur tekið sér far með mjólkurpóstunum á visitazíuferð-
um sínuin, ef svo ber undir. Enginn leggur meiri áherslu
á hátíða- og helgiblæ yfir guðsþjónustunum en hann. Við
presta og biskupsvígslur er tjaldað öllu því skrauti, sem