Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 9
Jón Helgason: Sjálfsvitund Jesú. 5
tilhneigingar vorar til að skygnast inn í leyndardóminn,
er vér getum sagt oss það sjálíir, að árangurinn verði al-
drei nema ófullkominn? Vér gerum það ekki og getum ekki
gert það þar sem vér stöndum andspænis Jesú, því að
hugur segir oss, að fátt sé öllu mikilvægara fyrir kristna
hugsun, já, fyrir alla afstöðu vora til Jesú, en einmitt sem
fullkomnust þekking á honum sjálfum. En svo mikilvægt
í því tilliti sem það þá er að virða fyrir sér æfiferilinn,
og svo óvenjulega Iærdómsríkt að alhuga frá öllum hlið-
um boðskapinn, sem hann hafði til flutnings, þá öðlumst
vér þó aldrei jafn-fullkomna þekkingu á honum sem þá
er vér stöndum frammi fyrir vitnisburði hans um sjálfan
sig. Því að sá vitnisburður opinberar oss umfram alt
sjál/svitund Jesú, hvað hann sjálfur áleit sig vera, hvað
hann sjálfur áleit verkefni sitt og köllun sína. Að vísu er
það frá sjálfsvitund Jesú, eins og hún birtist í vitnisburði
hans um sjálfan sig, sem leyndardómur persónunnar hvað
áþreifanlegast blasir við oss. En þó er þetta ekki svo að
skilja sem gjörvalt innihald sjálfsvitundar Jesú sé leynd-
ardómur hugsun vorri, því ef svo væri, þá græddum vér
næsta lítið á að kynnast vitnisburði Jesú um sjálfan sig.
En svo er ekki. Þess vegna liikum vér oss ekki við að
leggja hann til grundvallar, er rér æskjum að kynnast
persónulífi Jesú svo að vér getum gert oss sem réttasta
grein þess, þótt vér vitum, að vér fyr eða síðar rekum oss
þar á leyndardóm persónunnar, þar sem hugsun vor kemst
ekki lengra, en trúin verður að taka við.
Þar er þá fyrst af öllu á það að benda, að sjál/svitund
Jesú var fullkomlega mannteg. Aðeins hinn fullkomni ó-
kunnugleiki á lifi Jesú eða heimildunum að lífi hans, guð-
spjöllunum, getur verið í vafa um það atriði. Það sýnir
þegar í stað sú áþreifanlega staðreynd, hve háður Jesús
yfirleitt er i hugsun sinni allri hugsun samtíðar sinnar og
samlanda. Öll heimsskoðun hans er nákvæmlega af sömu
gerð og með sama sniði og heimsskoðun samtíðar hans.