Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 67
Mannssonurinn.
63
Ef þessi skýring er tekin gild, getur ekkert mér vitan-
lega hrakið það, að Jesús hafi notað mannssonarheitið í
sömu merkingu og farið var að nota það af opinberunar-
stefnunni hjá þjóð hans fyrir og um hans tíma. —
Eftir er þá að svara siðari aðalspurningu minni: Huers
uegna ne/ndi Jesús sig mannssoninn ?
Sumum finst ef til vill djarft að koma með slíka spurn-
ingu, eins og nokkur væri fær um að rannsaka hvað fyrir
Jesú hafi vakað i því, sem oss er ekki beinlínis skýrt frá
guðspöllum vorum. En mannsandinn vill gera sér grein
fyrir hverju sem er, og þá ekki sízt fyrir því, sem hon-
um kemur við, er nefndi sig mannssoninn, honum, sem
kristnir menn elska og virða mest allra þeirra, sem á
jörðu hafa lifað. Þess vegna er sízt óeðlilegt þótt kristnir
menn vilji gera sér hugmyndir um, hvers vegna frelsari
vor notaði um sig þetta einkennilega Messíasarheiti. Því
U1 voru nóg önnur Messíasarheiti á dögum Jesú, eins og
Messíasarhugmyndirnar og vonirnar voru næsta marg-
breytilegar. Auk heitanna Davíðssonur og mannss'onur og
Messías, eða hinn Smurði, má nefna heitið guðssonur,
hinn réttláti, hinn útvaldi, hinn heilagi guðs o. fl.
Hvers vegna notar Jesús þetta eina nafn, mannssonar-
nafnið, öðrum fremur, en guðssonarnafnið mjög sjaldan
og Davíðssonarnafnið að eins einu sinni, í spurningunni:
»Hvernig geta fræðimennirnir sagt, að hinn Smurði sé son-
ur Davíðs?« (Mk. 12, 35; sbr. Mt. 22, 41; Lk. 20, 41).
Fyrst kemur hér til aihugunar, að nafn þetta einmitt
var notað af þeirri stefnunni, sem andlegastar og háleit-
astar Messíasarvonirnar átti meðal þjóðar hans. Myndi
vera of djarft af því að draga þá ályktun, að Jesús með
heiti þessu hafi viljað gefa til kynna, að hann væri sér
þess meðvitandi, að vera af guði sendur til að uppfylla
framlíðarvonirnar í háleitustu mynd, eins og þær höfðu
fegurst vakað fyrir beztu mönnum þjóðarinnar? Hefði
hann þá með þessu heiti slegið á viðkvæma strengi hjá
öllum þeim, sem aðhylst höfðu þjóðarvonirnar í andleg-