Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 10
6
Jón Helgason:
Um fram alt skín fullkominn mannleiki hans eða mann-
dómur fram af trúarlegu lífi hans, eins og vér kynnumst
því þar. Gagnvart guði gerir hann sjálfum sér ekki vitund
hærra undir höfði en öðrum mönnum. Það sj'na meðal
annars ummæli eins og þessi: »En um þann dag og stund
veit enginn, ekki englarnir á himnum, ekki sonurinn —
enginn, nema faðirinn einn« (Mark. 13, 32). »Hvi kallar
þú mig góðan? Enginn er góður nema einn, guð« (Mark.
10, 18). »Að sitja mér til hægri handar eða vinstri hand-
ar, er ekki mitt að veita, lieldur veilist það þeim sem
það er fyrirbúið« af guði (Mark. 10, 40). Hann veit sig
guði háðan í öllu. »Eg tala ekki af sjálfum mér«, segir
hann aftur og aftur, »heldur eins og faðirinn býður mér að
tala«. »Verkin, sem eg geri, eru ekki mín, heldur föðurs-
ins. Hann gerir sín verk um mínar hendur«. í ölla er
hann háður vilja föðursins og lýtur honum. Hann leitar
guðs í bæninni, til þess að öðlast kraftinn frá honum.
Það er samhljóða vitnisburður guðspjalla-sögunnar um
Jesúm, að hann hafi verið bænarinnar maður á allra
hæsta stigi. Og ekkert sýnir átakanlegar alveg mannlega
sjálfsvitund Jesú en andvarpið mikla á krossinum : »Guð
minn! Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig?«
JEn — þessari algerlega mannlegu sjálfsvitund er svo sam-
fara og samvaxin alveg einstök kö!lunar-\Hund. þetta skín
þegar fram af allri aðferð hans eða breytni, að hann sem
er óbreyltur iðnaðarmaður, yfirgefur heimili sitt, atvinnu
sína, ættingja sína og fjölskyldu, til þess að gerast farand-
prédikari. Hér við bætist svo, svo sem áhrif þessarar vit-
undar hans um köllun sína, hið óvenjulega og alveg einstaka
vald persónu hans yfir öðrum mönnum. Því um mikilleik
áhrifavalds hans þar verður alls ekki efast. Hann er í
þessu tilliti svo óvenjulegur, að vinir hans halda jafnvel,
að hann sé ekki með sjálfum sér (Mark. 3, 21) og aðrir
að »óhreinn andi væri í honum« (Mark. 3, 30). Öll fram-
koma Jesú og áhrif hans á aðra samsvara fyllilega hinni
óvenjuhgu köllunarvitund hans. Eins og þeir sem kynt-