Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 94
90
Bjarni Jónsson:
og sagt með postulanum: »Ég þakka guði fyrir Jesú
Krist, drottin vorn?« Þekkjum vér bæði tárin og sigur-
brosið?
Af hverju minnist ég á þetta? Af því að það er ómögu-
iegt að vera þjónn drottins, nema þetta, sem ég hefi nefnt,
hafi farið fram milli sálarinnar og drottins. Mér virðist
enginn geta gengið út i prestsstarf, nema hann hafi sjálfur
fundið til þess, hve gott er að vera guðs barn og höndl-
aður af Ivristi. Og jafnvel þegar þessi vissa er fengin, þá
getur hræðslutilfinningin verið mjög sterk, og þetta and-
varp hins kallaða þjóns getur búið í sálunni: »Æ, herra
drottin! Sjá, ég kann ekki að tala, því að ég er enn svo
ungur« (Jerem. 1, 6). En á slíkum stundum lökum vér
á móti fyrirheitinu eins og Jeremias, og oss finst, að
ekkert sé eins djTrðlegt eins og að vera kallaður af drotni.
Upp frá því lílum vér á oss sem þjóna og þykir vænt
um, ef aðrir líta þannig á oss. En þeim þjónum tekst hægast
að verða betri, því að þeir eru í þjónustu lijá hinum bezla
húsbónda.
Vér munum finna, hve örugg hjálp er fólgin i þessu að
mega líta á sjálfan sig sem þjón Ivrists og ráðsmann yfir
leyndardómum guðs.
Munum það, að þessir þjónar eru ákvarðaðir til mikils
starfs. Kærleikur Krists á að knýja þá lil dáðríkra fram-
kvæmda. Ef bjarta vort brennur, af því að vér höfum
mætt honum á veginum, þá leitum vér aðra uppi og segj-
um þeim frá því, sem fyrir oss bar á veginum. Slíkt kem-
ur af sjálfu sér. Vér getum ekki þagað yfir binu bezta.
Kirkja vor þarf á mönnum að halda, sem eru höndlað-
ir af Kristi. Það þarf að vinna að þvi, að slíkir nýir lcraft-
ar bætist kirkjunni, og vér eigum allir að vera svo víð-
sýnir að biðja um, að þeir, sem á eftir oss koma, verði
oss betri. Vér eigum að hjálpa öðrum, svo að þeir líli rétt
á sjálfa sig og fái þannig þrá til þess að hjálpa öðrum.
Vér eigum að stuðla að því með starfi voru, að ungir
menn þrái að ganga í þjónustu kirkjunnar, vér eigum að