Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 47
Prestarnir og æskan. 43
eins og honum Formio, heimspekingnum, er hann talaði
snjalt erindi um skyldur og aðferðir góðs herforingja, og
allir sem ekki voru hershöfðingjar klöppuðu lof í lófa.
En Hannibal kvaðst aldrei hafa heyrt annan eins bullu-
koll. Svo mundi yður vafalaust fmnast, ef ég færi að fjöl-
yrða um, hvað gera bæri í yðar prestaköllum fyrir æsku-
Ij'ðinn; þjer munduð segja: það er alt gott og fagurt i
munni, en óframkvæmanlegt í raun og veru.
Og er ég nú samt sem áður vil dvelja við þetta atriði,
þá verðið þér að fyrirgefa, ef yður finst eitthvað sagt
barnalega og af ókunnugleik mælt.
Sú er þá sameiginleg nauðsyn fyrir bæi og sveitir, að
æskan náist undir sterk og varanleg kristindómsáhrif. En
hvernig? Öflug kristileg félög undir einhverri mynd eru
bezta meðalið til þess, félög sem væru aðlaðandi og áhuga-
söm; þar sem presturinn og aðrir kristindómsvinir störf-
uðu fyrir hina ungu og fengju þá í lið með sér, til þess
að vinna að málefnum kirkjunnar út á við og innbyrðis.
Um æskileika þessa erum vér víst allir samdóma. En þá
rís upp sú spurning: Er slíkur félagsskapur framkvæman-
legur alstaðar?
Jeg hef lagt oft fyrir sjálfan mig þá spurningu: Hvern-
ig mundi ég nú fara að, ef ég væri prestur í sveit, þar
sem strjálby^gt væri, og allskonar erfiðleikar. Og ég hefi
bygt loftkastala um það, hvað ég mundi gera. Eg hefi
hugsað sem svo: Ég mundi reyna að halda þeim ungu
saman með því að stefna þeim til kirkju og halda stutt-
an fund með þeim eftir messu. Eða, ég mundi skifta sókn-
inni i vissa parta eftir landslagi og öðrum kringumstæð-
um, og halda svo sérfundi fyrir hvern part l. d. einu
sinni í mánuði og stefna svo hópunum saman á sameig-
inlega fundi einu sinni á ársfjórðungi eða misseri o. s. frv.
Eg mundi úr hverjum parti velja mér einn efnilegan ung-
ling eða ungan mann, og setja liann yfir unglingaflokkinn
í þeim parti eða umdæmi, og kenna honum að hjálpa
mér i starfinu, annast fundarsókn o. þ. h. Ég mundi helga