Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 34
30
Magnús Jónsson :
írá þessu atriði, og vonast ég til, að það megi vera orðið
ljóst af þessum fáu orðum, að það þarf ekkert annað en
skilja tilgang höfundarins rétt, til þess að öllum árásum
á sögugildi guðspjallsins sé sjálfsvarað, eða öllu heldur
þær eru ekki svara verðar, þvi að þær eru sprotnar af þess-
um eina höfuð-misskilningi á tilgangi ritsins.
Vér höfum þá hér fyrir oss hið mikla fræðirit frum-
kristninnar, klætt í búning guðspjalls, hinn göfugasta bún-
ing, sem unt var að gefa því, þar sem hugmyndir og hug-
sjónir höfundarins verða eins og skartgripir á persónu
hans, sem er miðdepill alls, frelsarans Jesú Krists. En þá
verður eðlilega sú spurning fyrst fyrir: Hvað er nú höf-
uðinnihald þessa rits? Hvaða hugtök eru þar fremst og
livernig er með þau farið? Hvað er guðspjallamaðurinn
að kenna? Því miður verður hér ekkert tækifæri til þess
að svara þessum spurningum. Til þess að svara þeim, að
eins lauslega þó, veitti ekki af löngum fyrirlestri um það
eitt. Eg verð því hér að láta mér nægja að gripa hér að
eins fá atriði mjög íljótlega, og ég vel þau ekki svo mjög
eftir því, hve mikilvæg þau eru, heldur vel ég fremur þau,
sem ætla mætti um, að þau lægju ekki öllum jafntí aug-
um uppi.
Ég tek þá fyrst hið alþekta upphaf guðspjallsins. í upp-
hafi var orðið. Hér verður strax fyrir oss eitt erfiðasta
hugtakið: »orðzd«, eða eins og það er á grísku: logos.
Éað dylst ekki að með þessum logos er átt við höfuð-
persónu ritsins, Jesú Krist, hann er logos eða orðið.
Þetta er mikilsverð lýsing á skoðun guðspjallamannsins á
persónu Jesú Krists, af því að svo vel vill til, að það er vel
þekt hugtak, og má án efa gera ráð fyrir, að höfundur
guðspjallsins noti það í þeirri merkingu, sem það hafði
fengið, sérstaklega í ritum liins fræga trúarheimspekings í
Alexandríu, Gyðingsins Fíló, sem var uppi samtíða Kristi.
í Síð-gyðingdómnum svo nefnda hafði hugmyndin um
guð smáþokast í það horf, að gera guð ákaflega fjarlæg-