Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 131
Rannsóknir trúarlífsins.
127
skal ég komast að niðurlagi erindis míns, sem er spurn-
ingin: Hvað getum vér gert til þess að meira tillit verði
hér eftir en liingað til tekið til einstaklingseðlisins vor á
meðal?
Hvað getum vér gert?
Fyrst er auðvitað að kynna sér málið af bókum
þeim, sem ég þegar heíi minst á og af ýmsum öðrum
gagnlegum ritum, sem benda má þeim á, er áhuga hafa
á málinu og kynna vilja sér það til fróðleiks og skiln-
ingsauka.
En næst því að kynna sér rannsóknir erlendra manna
á trúarlífi þeirra þjóða, sem þeir lifa eða lifðu hjá, virð-
ist það vera ótvíræð skylda vor íslendinga að rannsaka
sem bezt trúareinkenni vorrar eigin þjóðar.
Þar er það svæðið, sem oss varðar mest um, Og að
ekki sé vanþörf á slikri rannsókn sýna bezt hinir gagn-
ólíku dómar manna um trúarástandið í landi voru, og
eins hitt, hve erfitt er fyrir oss íslendinga sjálfa, hvað
þá heldur fyrir erlenda menn, sem kynnast oss, að skilja
og lýsa helztu einkennum trúarlífsins hjá þjóð vorri.
Vandinn er aðeins sá, að fá mann eða menn, sem veru-
lega gætu gefið sig að slíkum rannsóknum og hefðu nógu
næman skilning á ólíku einstaklingseðli og hinum ólíku
orsökum, sem mótandi áhrif hafa haft á það.
Vandinn er líka að vita, hver aðferðin hér væri heppi-
legust. Myndi það leiða til árangurs, að nota hér amer-
ísku spurningaaðferðina? Til hverra ætti þá að senda
spurningabréfin? Hvernig yrði þeim hentast fyrirkomið?
O. s. frv.
En meðan reynslan hefir ekki ráðið fram úr þessum
vandaspurningum, gætu prestarnir með aðstoð góðra manna
í söfnuðum sínum, safnað góðum upplýsingum, og eink-
um ættu þeir prestar og leikmenn, sem viða hafa dvalið
í landi voru, að hafa mikið efni úr að vinna, sem þarf-
ast væri að þeir miðluðu öðrum.