Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 20
16
Jón HelgasoD:
geri óumflýjanlegt að kannast við, að Jesús liafi gert til-
kall til Messíasar-tignar, beint knýi menn til slíkrar viður-
kenningar margfalt betur en einstök ummæli Jesú, sem
altaf má vefengja út frá þeirri skoðun, að ekki sé óhugs-
andi, að þau hafi aflagast í meðferð þeirra manna, sem
sjálfir voru sterktrúaðir á Messíasar-tign Jesú.
Fyrsta sögulega staðreyndin er játning Símonar Péturs
við Sesarea Filippí, sem, mér vitanlega, öllum fræðimönn-
um vorra tíma, sem mark er á takandi, kemur nú saman
um, að verði að teljast með allra áreiðanlegustu hlutum
þeirrar erfikenningar, sem guðspjöll vor styðjast við. En
samkvæmt henni hefir Jesús fagnað í anda sinum yfir
þeirri játningu af vörum lærisveins síns. Hann ályktar
meira að segja, að hún hljóti að hafa verið lionum gefin
að ofan, þar eð hann veit með sjálfum sér, að sjálfur hefir
hann leitt hjá sér all tal um það, hver hann væri, þang-
að til þarna. Vafalaust hefir Símoni Pétri heldur ekki
ennþá verið Ijóst orðið inniliald þessa hugtaks, enda
tekur Jesús nú við hvert tækifæri sem býðst að leiðrétta
Messíasar-hugmyndir lærisveinanna og að leiða þeim fyrir
sjónir hversu vegur Messíasar liljóti að verða vegur þján-
inga og dauða.
Önnur sögulega staðreyndin er innreið Jesú í Jerúsalem.
Með innreið sinni sýnir Jesús það hvorttveggja í senn, að
hann gerir beint tilkall til Messíasar-tignar, og að hann
vill þó hins vegar ekki vera Messias eins og Gyðingar al-
ment hugsuðu sér hann. Hann kemur ekki til þess með
valdi að ná ytri yfirráðum yfir þjóð sinni — ekki til þess
að láta þjóna sér, heldur lil þess sjálfur að þjóna, lil
þess sjálfur að leggja alt í sölurnar fyrir aðra og ná með
þeim hætti yfirráðum í heimi hjartnanna.
t*riðja sögulega staðreyndin er sú, að rómversku yfir-
völdin láta taka Jesúm af lífi fyrir að hafa gert tilkall til
Messíasar-tignar, sem í augum Gyðinga var konungs-tign.
Aftakan verður alveg óskiljanleg nema Jesús hafi blátt
áfram verið ofurseldur þeim sem uppreisnarmaður, er