Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 71
LEITIÐ FYRST GUÐSRÍKIS.
Ræða flutt í Helgafellsprestakalli 1915.
Eftir séra Ásmimd Guðmundsson.
Matt. VI, 33: »Leitið fyrst guðsríkis
og réttlætis hans, og pá mun alt
petta veitast yður að auki«.
Einu sinni sem oftar átli ég tal við alþýðumann um
trúmál. Mér veittist létt að tala við hann, því að hann
vildi vera hreinskiiinn og einlægur. Þegar við vorum
búnir að tala saman alllengi segir hann: »Ég hafði nú
eiginlega ætlað mér að hugsa sem minst um þessi mál
þangað til ég væri orðinn gamall. Þá ætlaði ég að fara
að hugsa mikið um þau og alvarlega, og svo þegar ég
fyndi dauðann nálgast, þá hugsaði ég mér að láta gera
boð eftir presti, til þess að hann væri hjá mér síðustu
stundirnar og byggi mig undir dauðann«. — Seinast hafði
hann ætlað sér að leita guðsríkis.
Skj'ldu þeir nú ekki vera íleiri, sem hugsa eilthvað svipað
þessu? Ætli hugsunarháttur fólks yíirleitt hafi ekki meira
eðaminnaað athuga við kröfuna: »Leitið fyrst guðsríkis«,
þætti nær sanni t. d. að þar stæði: Leitið næst guðsríkis,
eða svo, eða síðast? Mönnum hættir mjög til að líta svo
á margt í kristindóminum, að gott sé og fallegt að hlusta
á það í kirkjunni á helgum, eða lesa um það í guðsorða-
bókum, eða að börn séu uppfrædd i því undir fermingu,
en að ætla sér að lifa eftir því öllu, það sé barnaskapur
og fásinna. Það sé engum manni fært.
»Leitið fyrst guðsríkis«, sagði Jesús Kristur. Hugsum
oss að einhver ællaði sér í raun og veru að fylgja þessu
boði i daglegu lifi sínu, vildi í öllu leita guðsríkis, en
skeytti ekki um annað, og héldi stefnu sinni áfram beint
og óhikað, hvað sem hver segði. Ég hugsa að sá maður
hlyti naumast almannalof og hylli, né yrði tekinn til