Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 99
Hvernig verðum vér betri prestar? 95
lestrinum verður bœn prestsins að vera. Stöðvist bænin,
þá hættir andardrátturinn, og þá er úti um lífið. Eitt
mikilvægt atriði er jyrirbœn safnaðarins. Það mun víðast
vera, þar sem starfað er í kristnum löndum, að þar slái
trúfastur hópur manna hring um prestinn, það er hin
lilla biðjandi kirkja innan hinnar stóru (ecclesiola in
ecclesia). Ef flokkur manna fyigdi þeirri venju, að undir-
búa sunnudaginn með bæn, þá mundu fagrir ávextir koma
í ljós. Vér þurfum einnig sjálfir að fylgja þeirri venju, að
biðja hver fyrir öðrum. Ég þekki prest, sem fylgir þeirri
föstu venju, er hann er i kirkju hjá öðrum, að biðja fyrir
prestinum, um leið og hann sér hann ganga upp í pré-
dikunarstólinn.
Vér eigum að vera vel undirbúnir, já, svo vel undirbún-
ir, að vér séum ávalt reiðubúnir að segja eitthvað, altaf
reiðubúnir að biðja bæn og vitna um drottinn. Atvikin
geta borið það með sér, að tíma bresti til undirbúnings,
en þá hefir presturinn samt orð að flytja öðrum, þá mun
það sannast, að húsbóndinn yfirgefur ekki þjón sinn.
Þess á að verða vart, er preslurinn er í prédikunar-
stólnum, að hann er ekki í þrældómsstarfi, en að hann
er þar með allri sál, ósldftum huga og öllum hæfileikum.
Hvað á þá að vera í prédikuninni?
1. Trú — þ. e. kristindómur boðaður af brennandi
sannfæring.
2. En sá sem er sannfærður vill eitlhvað með prédikun-
inni. Hann er ekki að afgreiða eitthvað samkvæmt pönt-
un eða skyldu. Honum liggur eitthvað ákveðið á hjarta.
Fólk verður að finna, að ég vil eitthvað ákveðið með orð-
um mínum, og svo fara einhverjir einnig að vilja. Sviss-
neskur trúboði, Hebich að nafni, starfaði í Madras. Hann
veitti því eftirtekt, að fjöldamargir þar búsettir Englend-
ingar skiftu sér ekkert af krislindómi. Hann ákvað að
prédika fyrir þeim. En hann talaði ensku svo illa, að
hann varð til athlægis, og Englendingar fóru í kirkju sér
til skemtunar, til þess að heyra Hebich tala slæma ensku.