Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 117
Rannsóknir trúarlífsins.
113
Með þetta í huga rannsakaði William James og fylgis-
menn hans trúarlífið eins og það í reyndinni er, og leit-
aðist við að fá sem fullkomnasla og sannasta þekkingu
á einstaklingseðli manna bygða á trúarreynslu þeirra hvers
um sig.
En hér eru ekki fáir erfiðleikar við að stríða fyrir þá,
er þetta vilja rannsaka. Þvi trúarþel mannsins er hið
leyndasta, heilagasta og duldasta í sálarlífi hvers manns,
sem hverjum og einum er ekki hleypt að til athugunar
og rannsóknar.
Að vísu er mikill og margvíslegur fróðleikur að þvi er
þessu við kemur í bókum, sem fræðimenn eiga nú greið-
an aðgang að. Má þar fyrst og fremst vísa til heilagrar
ritningar og benda á hina margháttuðu trúarreynslu, sem
þar birtist og stendur mönnum opin til rannsóknar. Auk
þess eru ritningar annara trúarbragða lærdómsríkar um
þessi efni tif samanburðar. Þá koma trúræknisrit síðari
tíma og þar á meðal helzt og fremst æfisögur trúmanna,
karla og kvenna, og þá einkum sjálfsæfisögur þeirra.
En þetta láta menn þeir, sem við rannsóknir þessar
fást, sér ekki nægja. Þeir vilja um fram alt kynnast
trúnni eins og hún birtist í lífi manna nú á tímum. En
einasta leiðin til þess er að fara til nútíðarmannanna
sjálfra og spyrja þá um reynslu þeirra. Sú aðferð hefir
lengi verið notuð á öðrum svæðum og það með góðum
árangri. En síðari árin er líka farið að beita þeirri að-
ferð á trúarlífssvæðinu. Eru mönnum þá send bréf með
prentuðum spurningum um það, sem sendandi bréfsins
helzt vill vita. Svörin, sem koma, eru síðan athuguð og
ályktanir dregnar út úr því, sem samræmilegt er í svörum
hinna mörgu.
Georg A. Coe heitir einn af heimspekingum þeim, sem
þessa spurningaaðferð hefir notað. Hefir hann ritað bók
um þær rannsóknir sínar og nefnir bókina: »Trúar-
lífið«. Er sýnishorn af tveimur spurningabréfum í þeirri
bók lians. Annað spurningabréfið er til þess ætlað að
Prestafélagsritið. 3