Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 115
RANNSÓKNIR TRÚARLÍFSINS.
Eftir S. P. Sívertsen. Synoduserindi 1919.
Fegar um kristindóminn er að ræða, er tvent, sem að-
allegast kemur til athugunar: Annað er krislindómskenn-
ingin með fagnaðarboðskap sínum, fyrirheitum sínum og
kröfum til mannanna, en hitt eru mannssálirnar, hinir
margvíslegu og ólíku menn, sem við boðskapnum eiga að
taka og láta hann bera ávexti í lífi sínu.
Áður fyrri hefir aðallegast verið fengist við fyrra atrið-
ið, en hinu síðara lítill eða enginn gaumur gefinn, þar eð
gengið hefir verið að því sem sjálfsögðu, að manneðlið
væri alstaðar eitt og hið sama og sjálfu sér líkt, og sömu
kröfurnar mætti því gera til allra manna um kristilega
hugsanastefnu og líferni þeirra.
Nú er víða þetta mikið að breytast. Mönnum virðist sífelt
vera að fara fram í skilningi á þvi, hve manneðlið í raun
og veru sé margbreytilegt, og hve rangt það því væri að
krefjast þess, að allir menn mótist í sama mótinu sið-
ferðilega og trúarlega.
Menn eru með miklum áhuga farnir að athuga mann-
eðlið sálfræðilega, einnig frá þessu sjónarmiði og rann-
saka hvernig trúarlífið hefir mótast hjá hinum ýmsu mönn-
um og þjóðum, en eru hættir að rígbinda sig við hitt,
hvernig trúarlíf hinna ólíku manna eigi að mótast að þeirra
eigin hyggju.
Þessar athuganir og rannsóknir trúarlífsins hafa þegar
leitt til mikils góðs, en munu vafalaust leiða til enn meira
gagns síðarmeir, þegar þær eru lengra komnar og almenn-
ingi kunnari en nú á sér stað.