Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 102
ALTARISSAKRAMENTIÐ OG NOTKUN PESS
HÉR Á LANDI.
Synoduserindi 1918.
Eftir séra Gisla Skúlason.
Þegar ég hefi tekið að mér að flytja erindi um altaris-
sakramentið og notkun þess hér á landi, þá hefi ég gert
það í því skyni, að hefja umræður um málið, svo að vér
prestar gætum fengið tækifæri til þess að segja hver öðr-
um hver frá sinni reynslu, og athuga hvort nokkur bjarg-
ráð eru hugsanleg eða möguleg til þess að vekja söfnuð-
ina til meðvitundar um, hvað mikils þeir menn fara á mis,
sem vanrækja kvöldmáltíðarborðið að mestu eða öllu leyti.
Því að ég geng út frá því vísu, að það væri ekki nema
til að eyða tímanum, að sýna fram á, að kvöldmáltíðin
er nærri algerlega vanrækt hér á landi, og eins til þess
að sýna fram á hitt, að þessi vanræksla hafi óblessun í
för með sér, eða réttara sagt, dragi úr þeirri blessun, sem
kristnum mönnum er gefinn kostur á. En hjá hinu verð-
ur ekki komist, ef þetta mál á að ræðast, bæði að gera
sér grein fyrir eðlí heilagrar kvöldmáltíðar, og ástæðunum
fyrir því að menn vanrækja hana svo mjög. En þegar ég
hefi hugsað mér að fara nokkrum orðum um þetta, þá
vil ég taka það fram strax, að ég vildi forðast að svo
miklu leyti sem mögulegt er, sérstakar guðfræðilegar út-
listanir, sem yrðu að byggjast á mörgum þeim heimild-
um, sem ég ekki hef undir höndum, og hefi þessvegna
engin tök á að rannsaka. Hjá hinu verður aftur ekki kom-
ist, að minnast á þær guðfræðisútlistanir, sem haldið hef-
ir verið að söfnuðunum, þar sem mér ekki blandast hug-
ur um, að einmitt þessar útlistanir eiga kannske mestan