Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 146
142
Erlendar bækur.
og heitir »Troen og Livet«. Byrjaði það að koma út 1917,.
en er ekki komið út alt enn.
Af siðfrœðiritum skal bent á þessi 3: »Christian Ethics«
eftir Newman Smyth, »Ethik« eftir D. W. Herrmann, pró-
fessor í Marburg, og »Livsförelse« eftir áðurnefndan dr.
Krarup, nýútkomin.
Bók eftir W. Rauschenbusch, sem er þýdd á norsku og
nefnd: »Samfundets Kristianisering« er mjög skemtilega
rituð og myndu flestir prestar og eflaust einnig margir
leikmenn hafa bæði gagn og gaman af að lesa hana. Hún
er í 3 bindum og kostar hvert bindi 3—4 krónur.
Stutt kirkjusöguágrip er »Kirkehistorie I—11« eftir L.
Bergmann. Allítarleg og vel rituð er »Kyrkohistoria« eftir
Hj. Holmquist, og skemtilegt er að lesa sögu Fr. Nielsen:
»Kirkens Historie I—11«.
A. Mc. Giflert: »The Apostolic Age« er mjög ítarleg saga
frumkristninnar, rituð Ijóst og stillilega. í hók K. Lake:
»The Earlier Epistles of St. Paul« er mjög ítarlega rætt
um starfsemi Páls og sögu hans.
En skemtilegt yfirlit yfir nútímann fram að aldamótun-
um síðustu gefur bók eftir prófessor Reinhold Seeberg:
»Paa tærskelen til det 20. aarhundrede«.
í kennimannlegri guðfrœði er góð og skemtileg bók eftir
Oswald Dykes: »The Christian Minister and his Duties«..
— Öllum prestum myndi ánægja að lesa »Forkyndelsen«
eftir J. J. Jansen. — »The Preacher and the Modern Mind«
eftir G. Jackson er mjög vel rituð og ekki löng. — í safn-
inu »Practisch-theologische Handbibliothek« eru margar
góðar bækar. Alls eru komin út í því safni 10—20 bindi,
og skal sérstaklega bent á »Der Konfirmanden-Unterricht«
eftir Ottomar Lorenz, og »Die Kasualrede« eftir Fr. Nie-
bergall. Hvert bindi kostar 4—6 krónur.
í stað þess að telja upp guðrœkileg rit, sem komið hafa
út á síðari árum, skal bent á nokkra höfunda, er bezt
virðast hafa skrifað uppbyggilegar bækur við hæfi íslend-
inga. Má þar af dönskum höfundum benda á prestana