Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 8
SJÁLFSVITUND JESÚ.
Eftir dr. theol. Jón Helgason, biskup.
Fað er ávalt eins og hálfóviðfeldið að fara að skrifa
eða tala um efni, sem maður veit og finnur, að er í insta
eðli sínu leyndardómur. Fví að hvar sem vér stöndum
gagnvart leyndardómi, er eins og til vor sé kallað: Snertu
mig ekki.
Svo er þá og farið undursamlegri persónu hans, sem
vér tignum sem frelsara vorn og alls mannkynsins. Því
betur sem vér kynnumst lífsferli hans eins og guðspjalla-
sagan lýsir lionum, því undursamlegri verður persónan
sjálf, sem þar gengur fram. Hin sama verður niðurstaðan,
er vér því næst og sérstaklega snúum oss að þeim boðskap,
sem Jesús hafði á hjarta, því sem hann talaði, og athug-
um með hvílíkum myndugleika og sannfæringarkrafti hann
talaði það. Því betur sem vér kynnumst boðskap hans,
því nánar sem vér virðum hann fyrir oss, því undursam-
legri verður sjálfur flytjandi hans. Þegar hann því tekur
að tala um sjálfan sig, þá kemur sá vitnisburður í raun-
inni alls ekki flatt upp á oss. Vitnisburður hans um sjálf-
an sig staðfestir að eins það hugboð, sem þegar hefir gert
vart við sig hjá oss og náð sífelt meiri festu í sálu vorri,
að svo margt sem er dularfult í umhverfi Jesú, þá sé þó
persónan sjálf dularfylst. Því nær sem vér komum honum,
þess augljósara verður oss, að vér, þegar alls er gáð, stönd-
um þar frammi fyrir leyndardómi, sem vér aldrei fáum til
fulls greitt úr með lítilli IjóstjTru skynsemi vorrar.
En hví látum vér þá ekki leyndardóminn vera leyndar-
dóm, — hví vísum vér ekki á bug eða bælum niður allar