Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 100
96
Bjarni Jónsson:
En það var alvara í hjarta mannsins, þeir sáu, að hon-
um var alvara, það lagði yl frá brennandi hjarta, og marg-
ir vöknuðu til trúarlífs.
3. í prédikuninni á vera evangelium, • fagnaðarerindi
Krists. Prédikunin á að hafa skýra Kristsmynd. Sú mynd
á að blasa við mönnum á hverri guðsþjónustustund. Vér
eigum ekki að fresta því að flytja ákveðin skilaboð frá
drotni, hver sunnudagur getur verið vor síðasti sunnu-
flagur, og þessi eður hinn getur verið í siðasta sinn í
kirkju. Frestum ekki fagnaðarerindinu.
IV.
Prédikum orð drottins og breytum samkvæmt prédik-
uninni. Vér getum eyðilagt áhrif prédikunarinnar, og er-
um víst oft öðrum til tálmunar á þessu svæði. En hvað
segir postulinn? Ég undrast þessi orð hans: »í engu gef-
um vér neitt ásteytingarefni, til þess að ekki verði þjón-
ustan fyrir lasti« (2. Kor. 6, 3). Því miður gefum vér víst
oft ásteytingarefni. En vér viljum verða betri prestar, ekki
að eins í kirkju á helgidögum, heldur einnig milli
sunnudaganna. Vér eigum alt af að vera fyrir augliti guðs
öðrum til hjálpar. Þetta eigum vér að hafa í huga, er vér
framkvæmum prestsverkin, við hvert prestsverk á þessi
hugsun að búa í hjarta voru: »Nú er ég fyrir augliti guðs
öðrum til hjálpar«. Á milli sunnudaganna eigum vér að
verða varir við áhrifin frá síðasta sunnudegi. Vér munum
án efa fá mörg tækifæri til að æfast í »theologia humili-
tatis«, vér þurfum að læra enn meira í guðfræði auð-
mýktarinnar.
Vér munum verða þess varir, að vér getum ekki alt sjálfir.
Þess vegna þurfum vér fyrst að leita hjálpar guðs og því
næst einnig hjálpar manna. Samverustundir presta þurfa
að verða fleiri, þeir þurfa að heimsækja starfsbræður sína,
uppbyggjast hver með öðrum; og samverustundunum inn-
an safnaðarins verður að fjölga, af þeim mundi íslenzkt
kirkjulíf auðgast. Prestarnir verða að leita samvinnu við