Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 96
92
Bjarni Jónsson:
sem þarfnast guðs hjálpar. Og á bak við fall og synd
verðum vér að koma auga á hina dýrkeyptu sál, sem á
að eignast friðinn, sem er æðri öllum skilningi.
Hjá oss á að fara saman hin sanna sorg og hin sanna
gleði — einnig viðvíkjandi öðrum.
Vér finnum oft ástæðu til að kvarta, og þvi skal ekki
neitað, að margt mætir oss, er dregur úr kjarki vorum
og gleði. En vér þurlum að líta björtum augum á söfnuð
vorn. það er margt, sem oss getur gramist. En ef eintómt
svartsýni á sér stað, þá missum vér mikið. f*á verðum
vér ekki betri prestar. Hvað kallar Páll söfnuðina í Kor-
intu-borg, sem hann þó ekki var allskostar ánægður með?
Vér finnum þessi heiti: Guðs akurlendi — guðs hús —
guðs musteri. Til safnaðarmeðlimanna í Filippíborg talar
hann á þessa leið: »Þess vegna minir elskuðu og eftirþráðu
brœður, gleði mín og kórónaa. Ef söfnuðir vorir fyndu
slíka tiltrú og heyrðu slíkt kærleiksávarp, mundi þá ekki
víða birta? Vér verðum að líta bjart á aðra, en það má
ekki vera á kostnað hins rétta. Ef ég breyti samkvæmt
þessu: »Hér er ég settur, til þess að verða öðrum til bless-
unar«, þá mun ég sjá margt, sem ekki getur glatt mig,
því að ekki er alt bjart; en þá langar mig til þess að
brátt megi birta, óg þá ríður á, að ég gangi að verki með
bjartsýni.
Hugleiðum, hve það er mikið og veglegt hlutverk, að
vér erum i þeirri stöðu, þar sem hver dagur gefur oss
tækifæri til þess að verða einhverjum til blessunar. En
það er þá einnig skiljanlegt, að oss gisti sorg, er vér
hugsum um, hve mjög vér vanrækjum þessi tækifæri.
Þegar ég renni augunum yfir nöfnin í kirkjubókinni, þá
er ég oft mintur á vanrækslusyndir. Lítum rétt á aðra,
og gleðjumst með þeim, uppörfum þá, áminnum þá með
kærleika, munum eflir hvers þjónar vér erum og köllum
það aldrei hvítt, sem er svart.
Biðjum um hina sönnu speki, svo að vér á réttan hátt
getum flutt mönnunum orð frá guði. Danski presturinn