Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 91
Hvernig verðum vér betri prestar? 87
margt var gamalkunnugt. En alt í einu sá ég fyrir mér
efni í þetta erindi og gaf því heitið: Hvernig verðiim vér
belri preslar?
Ég sá, hvernig Lúther varð betri prestur, og ég sá um
teið, hvernig lúterskir prestar enn í dag geta orðið betri
en þeir oft eru. Það er ekki með því að breyta svo og
svo miklu í kringum sig, heldur með því að breytast
sjátfir. Lúther breyttist sjálfur áður en hann fór að breyta
öðru. Það er svo oft talað um að breyta þessu og breyta
hinu — og það er oft nauðsynlegt og oft i lúterskum
anda. En eitt er áreiðanlega túterskt og um leið kristilegt,
og því fyrirmynd þess, sem er preststegt, og þetta eina er,
að vér breytumst sjálfir.
Lítum á hinn unga Lútlier. Hann kvaddi vini sína, gekk
að klausturdyrunum í Erfurt og barði að dyrum með
hamrinum, sem hékk þar við dyrnar. Hann var ekki á-
nægður með sjálfan sig. Oft fanst honum sem leit hans
oflir guði væri árangurslaus. Vér höfum svo oft lesið um
hans sálarraunir, áreiðanlega hefir hann fundið til þess,
að hann þurfti að breytast, ef hann ætti að geta orðið
góður prestur. Hræddur var liann og titrandi, er hann
las sína fyrstu messu 2. maí 1507, það var meir en feimni
sem þá tók kjarkinn frá honum. Hann vantaði gleði og
djörfung, en hann var þó sjálfur að breytast. Staupitz lijálp-
aði honum, en biblían enn meir. Ég held, að mér þyki
ekki jafnvænt um nokkra mynd af Lúther, eins og mynd-
ina af honum, þar sem hann er að lesa ritninguna í
klausturklefanum. Þar er hann ungur maður, horaður og
fölleitur, hann er sokkinn niður í lestur hinnar heilögu
bókar, hann hefir byrjað að lesa um dimma nótt, en ljós-
ið hefir hann gleymt að slökkva, og tekur ekki eftir því,
að sólarljósið steymir inn í herbergið, það var enn bjart-
ara Ijós að streyma inn i sál hans. Lúther varð fyrir
hinni miklu breytingu, hann öðlaðist kraft og djörfung.
Það var þá, að hann tók upp á því, að gera nafn sitt
grískukent eins og þá var títt, og kallaði sig Elevtherios.