Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 79
Leitið fyrst guðsríkis.
75
eigið þegar eitthvað af því í yðar sál. En sálin er varan-
leg eign yðar. Hún ein fylgir yður inn í eilífðina, hitt alt
verðið þér að skilja eftir hvort sem er, hvort heldur það
er mikið eða lítið. Og þótt sjúkdómur verði á vegi yðar,
kvöl og þrautir, þá vitið þér það, að þjáningin á ekki að
flytja yður fjær guðsríkinu heldur nær, að hún varir að
eins stutta stund og er gjöf frá föðurhendi yður til bless-
unar. Eða sársaukinn yfir bágindum annara, hann fyllir
sálina samhug með þeim og breytir henni í löngun til
þess að hjálpa. Eða sorgin yfir láti ástvinanna. Hún á
vissulega einnig sínar huggunarlindir. Þér vitið, að þeir
látnu eru kyrrir i guðsríkinu með j'ður og í hendi lifanda
guðs eftir sem áður. Já, þér finnið, hvernig alt böl, synd
og dauði verður að hörfa fyrir frækornum ódauðleikans,
sem grær í guðsríkinu. Þér eigið lækningu við öllum
meinum, ef þér leilið þess fyrst. Þá mun alt hitt veitast
yður að auki. Þér eruð sælust allra manna.----------
Pér hafið ef til vill heyrt getið um fljólið mikla í Vest-
urheimi, Amazon-fljótið. Breitt eins og fjörður lætur þetta
mesta vatnsfall í heiini bárur sínar berast öld eflir öld
fram til hafsins. Einhverju sinni var skip á siglingu þar í
höfunum. Það hrepti veður stór og svarta þoku sólarhring
eflir sólarhring, svo að skipverjar mistu af stefnunni og
vissu ekki, hvað þeir fóru. Það voru sólarlitlir dagar og
ömurlegir. Svo þraut þá vatn gersamlega og voru nærri
aðframkomnir af þorsla. Þá sáu þeir loks skip koma á móti
sér skamt frá, gerðu því þegar merki og báðu um vatn.
Og svarið sem þeir fengu var þetta: »Sökkvið niður öll-
um vatnskerunum og slökkvið þorsta yðar. Þér eruð á
fljótinu mikla«.
Það er þetla, sem mér finst Jesús liafa sagt mönnunum
með orðunum: »Leitið fyrst guðsríkis«. Það er þetta sem
ég vildi reyna að gera yður ljóst. Þér eruð í guðsríkinu.
Leitið yður allrar þeirrar svölunar, sem það hefir að bjóða.