Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 98
94
Bjarni Jónsson;
stórvirkja í guðsríki og orðið til ómetanlegrar blessunar,
er ekki gáfur þeirra, mentun og lærdómur, heldur eitt-
hvað það, sem liggur miklu dýpra. Hvað segir Páll? »Eg
dvaldist á meðal j'ðar í veikleika, ótta og mikilli angist.
Og orðræða mín og prédikun mín studdist ekki við sann-
færandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar,
til þess að trú yðar væri eigi bygð á vísdómi manna,
heldur á krafti guðs« (1. Kor. 2, 4. 5.). Má ekki segja hið
sama um Lúther og ýmsa fleiri. Prédikanir Lúlhers eru
blátt áfram og einfaldar, ekki prýddar með orðaskrauti,
en þar hefir verið hinn lífgandi og skapandi kraflur,
neistinn. Á öllum tímum er þetta aðalatriðið, að sú kyn-
slóð, sem talað er til, verði vör við verkandi kraft hins
guðdómlega orðs.
Með þessu er þá heldur ekki sagt, að minst geri til,
hvernig vér prédikum. t*á værum vér ekki trúir ráðsmenn.
Hverjir ættu að vanda sig betur en þeir, sem eru í hinni
veglegustu þjónustu? Claus Harms sagði guðfræðisslúdent-
um þessa sögu af sjálfum sér og þeim til aðvörunar, sem
héldu, að þeir þyrftu ekki að vanda ræður sínar, en bíða
að eins eftir því, hvað andinn segði þeim: »Sunnudag einn
kom ég upp í prédikunarstólinn, og hafði um enga pré-
dikun hugsað, ætlaði að bíða eflir bendingu andans. En
livað sagði andinn? Hann hvíslaði að mér: »Þú hefir ver-
ið latur í gær, CIaus««.
Vér verðum að búa oss vel undir, lifa í orðinu, hafa
textann í huga frá sunnudegi til sunnudags, kynnast hugs-
un og högum manna, lesa góðar bækur. Án þeirra meg-
um vér ekki vera. En fyrst og fremst verðum vér að lesa
biblíuna sjálfa. Ég hefi séð stungið upp á þrennskonar
biblíulestri fyrir presta. Þeir lesi með nákvæmni, læri, noti
sína guðfræðilegu mentun og bæti við hana, taki þannig
fyrir vandlesna kafla, auk þess lesi þeir til þess að kynna
sér rit biblíunnar, til þess að þeir verði vel lieima í lienni,
og í þriðja lagi lesi þeir daglega einhvern kafla til sérstakrar
uppbyggingar á heilagri stund dagsins En samfara biblíu-