Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 124
120
S. P. Sívertsen:
árstíðir litlum breytingum háðar. Þar hættir mönnum við
að verða íhaldssamir einnig í trúmálum og freistast til að
mögla gegn guði, þegar eitthvað gengur öðruvísi en við
var búist og vanalegt er. Einnig getur festan birzt í fag-
urri mynd, gjört menn öfluga, einbeitta og úthaldsgóða í
baráttunni fyrir því, sem þeir telja helgast og háleitast. —
Aftur á móti hefir staða og kjör sjómannsins gagnólík áhrif
á trúarlif hans. Alt er þar breytilegt. Stundum fiskast mikið,
stundum ekkert, þrátt fyrir sömu fyrirhöfn. Stundum koma
allir heilir heim úr róðri, en stundum varð einn eða fleiri
af félögunum öldum eða ofviðri að bráð, eða þeir sem
heima sátu urðu að sjá á bak allri skipshöfninni. Sjónum
verður aldrei treyst í neinu. Hann er ekki eins og túnið
eða akurinn, sem gefur ávöxt eftir því sem ræktað er eða
til er sáð. Sjórinn er ótrúr, brigðull og breytilegur. Þar
er þvi ekki til neins að treysta sjálfum sjer einum. Þar
neyðast menn til að treysta honum, sem »bylgjur getur
bundið og bugað storma her«. Hversu eðlilegt er því, að
sjómaðurinn verði tilfmninganæmari, örari, fjörugri, — en
landbóndinn í góðu löndunum með reglubundna loftslag-
inu fastheldnari, daufari, dulari. Hér hjá oss, þar sem
veðurlag er svo breytilegt og árstíðir óvissar, ber auðvit-
að minna á þessum mismun á skaplyndi sveitamanna og
sjómanna, en þó er varla nokkur vafi á, að munurinn er
víðast, ef ekki alstaðar, talsverður. — Þá er kaupslaðalífið
ekki án áhrifa á trúarsvæðinu. Þar er tilbreytingin, fjöl-
breytnin og hið marga, sem kallar á eftirtekt manna og
athygli, einnig margt sem freistar manna. En það liggur
i augum uppi, að slík áhrif sem þessi töldu geta ekki mót-
að á sama hátt og rósamt og fábreytilegt sveitalíf. — Þá
vita allir, eða skilst að minsta kosti, hve œfikjörin móta
frúarlífið. Sífeldar áhyggjur, basl og fátækt, sjúkdómar og
sorg, hafa alt önnur áhrif á trúarhlið eðlis vors en vel-
sæld, nægtir, hraustur líkami, dálæti og aðdáun manna.
Ekki þarf annað en benda á þetta. Þar er um svo aug-