Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 40
36
Magnús Jónsson:
og því kemur andinn um leið og Jesús er orðinn dýrð-
legur, þ. e. um Ieið og hann er upprisinn. Og beint er
það tekið fram í 20, 22. Hann kemur þar til lærisvein-
anna sjálfan upprisudaginn, blæs á þá og segir: »Með-
takið heilagan anda«. Þetta er i rauninni mótmæli gegn frá-
sögn Lúkasar (í l’ost. 2), því að hvað hafði hvitasunnu-
viðburðurinn að þýða eftir þetta, og hversvegna þurftu
þeir að bíða í 50 daga eftir sending andans fyrst Jesús
gaf þeim hann strax á páskadaginn. Þetta þrent gjörist
því alt á páskadaginn, upprisan, himnaförin og sending
andans, og hlýtur þá að gjörast, því að það er í raun
réttri alt einn og sami viðburðurinn.
En einnig endurkoman, eða lilkoman, »parousían«, fær
nýja merkingu. Þegar Jóhannes ritar er eftirvæntingin tek-
in að dofna, og menn eru farnir að skjóta henni meira
og meira á frest. En Jóliannes fer aðra leið. Hann segir:
Endurkoman er um garð gengin. Jesús er kominn aftur
— í andanum. Hann neitar ekki að nokkurskonar dóms-
dagur eigi að renna upp, en hann stendur ekki í sam-
bandi við þá endurkomu Jesú, sem liann hafði lofað læri-
sveinum sínum, því að það loforð er hann búinn að efna.
Það er eins og liann vilji leiðrélta barnalegan misskiln-
ing eldri kynslóðar á þessu. Þeir skildu þetla svo lioldlega.
Endurkoman er hin andlega koma Krists og hún rennur
því einnig saman við páskaviðburðinn. Það var ekki furða,
er hann leit á þelta andlega starf, þessa andlegu urn-
myndan skoðananna, þó að hann segði: Frumlærisvein-
arnir voru á dögum Jesú ekki færir um að bera nema
það allra einfaldasta. Það var fyrst andinn, Jesús í dýrð-
inni, sem opinberaði alt, leiddi þá í allan sannleikann.
Þelta er nú eilt dæmi þess, hvernig höfundurinn linnur
dýpri skilning og andlegri á sannindum kristnu trúarinn-
ar, og live liiklaust hann lætur eldri skoðanir víkja, sem
ófullkomnara slig. Eg vil nú aðeins minnast á eitt annað
atriði. í eldri guðspjöllunum er lijálpræðishnossið jafnan
kallað guðs ríki, og enda þótt þau geymi ummæli Jesú í