Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 93
Hvernig verðum vér betri prestar? 89
Þegar vér lítum á fjöldann, þá sjáum vér hjálparþörfina
margfaldast, og teljurn það hin dýrustu réttindi, að mega
leitast við að ávinna menn. En um leið og á oss er kall-
að til þessarar starfsemi, þá finnum vér til veikleika vors,
en viljum samt ekki gefast upp, en nota þá aðferð, sem
köllurum hins mikla konungs er gefin, prédiknn orðsins,
prédika fyrir öðrum, og um leið fyrir sjálfum oss, svo að
vér breytum þannig í öllu dagfari voru, að þjónustan
verði ekki fyrir lasti.
Ég er búinn að benda á 4 liði, sem vér skulum athuga
nánar. Vér þráum það heitt, að vér getum orðið betri
prestar. En ef sú þrá á að rætast, þá verðum vér að
líta rétt á sjálfa oss
og líta rétt á aðra menn
En þá sjáum vér, hve mikii pörf er á prédikun. Oss lang-
ar því til að tala rélt. En hinum réltu orðum verður þá
einnig að fylgja hin rétta breytni. Vér viljum breyta rétt.
Ef þetta fær alt að fylgjast að, þá verðum vér færari um
að ávinna menn.
I.
Vér verðum að líta rétt á sjálfa oss. Höfum vér staðið
frannni fyrir yfirhirði sálna vorra og séð, að vér erum
ekkeit? Höfum vér lilið á sjálfa oss eins og postulinn, er
liann segir: y>Eg aumur maður! Hver mun frelsa mig frá
þessum dauðans líkama?« (Róm. 7, 24). Höfum vér litið
á oss sjálfa eins og Lúther leit á sig? Þeir fundu hann á
gólfinu i klausturklefanum og heyrðu hann andvarpa:
»Mín synd, mín synd«. Höfum vér grátið yfir því tjóni,
sem syndin veldur? Höfum vér séð fjarlægðina milli vor
og þess, sem hreint er og heilagt? Höfum vér séð sjálfa
oss niðurbeygða?
En þá vaknar um leið önnur spurning. Höfum vér heyrt
þessi orð til vor töluð persónulega: »Vertu liughraustur,
sjmdir þinar eru þér fyrirgefnar. Statt upp og gakk.«
Höfum vér fagnandi getað breytt andvarpinu í sigurorð