Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 90
86
Bjarni Jónsson:
prestsins, svo að veruleg blessun hljótist af? Hvernig á
að glæða trúarlífið; hvernig á að styðja að blómgun
kirkju og trúarlífs?
Það er bent á ýmsar leiðir. Það er talað um ylri breyt-
ingar — t. d. afnám þjóðkirkjunnar. Þá halda menn, að
upp renni trúaröld, þá komist engar annarlegar kenningar
að, þá vaxi fórnfýsi og þátttaka í kirkjulegu starfi.
Ég sakna þess, að um leið og gert er ráð fyrir afnámi
þjóðkirkjunnar, að þá skuli ekki um leið vera bent á,
hvernig þessi breyting eigi að komast á og hvernig eigi
að fara að eftir að búið er að slíta böndin. Ég sakna
þessa hjá þeim, sem bæði eru hlyntir breytingunni og
um leið vinir kirkjunnar. Nú, meðan þetta fyrirkomulag
er, veit ég, hvar ég á heima. Starfasviðið er lagt upp i
hendurnar á mér. Mér eru nú víða opnaðar dyr, sem ég
veit ekki, hvort ég fengi að ganga inn um, ef stórfeldar
ytri breytingar kæmust á. En hvernig verður hið nýja?
Þannig spyr ég og er oft i miklum vafa og þyrði ekki
að taka á mig þá ábyrgð að ráða til skjótra ytri breyt-
inga. En eitt er víst, að þrátt íyrir mína hræðslu í þess-
um efnum og lilla trú á blessun þessarar breytingar, þá
sjá aðrir hér ágælt ráð, til þess að ráða bót á hinum
kirkjulegu meinum.
Menn tala einnig um innri breytingar á svæði hugsana- og
sálarlífsins. Menn tala um að fara aðrar leiðir en hingað til í
trúfræðilegum efnum, þá sé batinn fenginn. Ef menn láta
fram fara stóra aðalhreinsun í herbergi guðfræðinnar, þá
sé leiðin fundin að réttu marki. Svo vitna menn í Lúther
sínu máli til stuðnings og ekki sízt á þessum tímum, er
hátíðir eru haldnar minningu hans og starfi til maklegs
heiðurs. Það er ekki að undra, þó að menn finni margt
hjá Lúther, margt, er styðji menn í breytingastarfi, því að
hann var mikill breytingamaður, og hjó oft þung liögg
til hægri og vinstri. Hugsunin um hinar ýmsu breytingar
gerði mjög vart við sig, er ég á minningarári siðbótar-
innar fór að kynna mér Lúther betur. Ég las og las, og