Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 152
148
Jón Helgason:
eigi að miðla hver annari af fjársjóðum sínum og hafa
sem mest áhrif hver á aðra, en ekki að sækja öll áhrif
að utan til fjarskyldari kirkna eins og þýzku kirkjunnar eða
hinnar ensku. En svo hafi það verið lengst af. Það sé
eiginlega ekki fyr en á allra síðustu árum, að mönnum
sé tekið að skiljast það, að kirkjur Norðurlanda geti lært
ýmislegt hver af annari og haft áhrif tii blessunar hver
á aðra. En til þess verði þær auðvitað fyrst og fremst að
kynnast sem bezt hver annari. Nánari kunnleikur sé fyrsta
skilyrðið fyrir gagnkvæmum áhrifum. Og það er þá líka
efst á dagskrá »sambandsins« að minsta kosti til að byrja
með, að vinna að nánari kunnleika með þjóðkirkjum
Norðurlanda, til þess að áhrifastraumar geti sem greiðast
borist frá einni til annarar og þær jafnframt miðlað hver
annari af fjársjóðum sínum. í því skyni skal efnt til ár-
legra fundarhalda með leiðandi mönnum þeirra fimm þjóð-
kirkna. Stendur til, að slíkur fulltrúa-fundur fyrir þjóð-
kirkjur Norðurlanda verði haldinn í Danmörku í ágúst í
sumar og sækir Sigurður prófessor Sivertsen þann fund
sem fulltrúi hinnar íslenzku kirkju. Hver áhugi erkibisk-
upnum sænska er á þvi, að þessi hreyfing, sem hér er
vakin fari ekki framhjá ströndum íslands eins og svo
margar áþekkar hreyfingar á meginlandinu hafa gerl það
á liðinni tíð, er auðsætt af því, að í áformi var að hing-
að kæmi í sumar sendinefnd sænskra kennimanna til þess
að flytja íslenzku kirkjunni hamingjuóskir sænsku systur-
kirkjunnar í tilefni af fullveldis-viðurkenningunni og til
þess að kynnast ástæðum hinnar islenzku kristni og geta
frætt kristna samlanda sína um hagi vora eftirá. Því mið-
ur stóð nú ekki betur á en svo hér hjá oss, að sá er
þetta ritar sá sér ekki fært annað en mælast til þess, að
hingaðkomu þessarar sendinefndar mætti verða frestað til
næsta árs, svo að hægt yrði að hafa nauðsynlegan viðbún-
að hér heima til að veita henni þær viðtökur, er boðleg-
ar mættu heita jafn góðum gestum. Er hingaðkomu nefnd-