Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Page 23

Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Page 23
23 jurtanna. Og; sömu aöferö þarf að hafa við hjörtu vor; þó andi guðs hafi endurfætt þau, og orð guðs gróðursett í þau margar ágætar dyggð- ir, þá bryddir þó jafnt og þjett á ýmsum brest- um vegna hins spillta eðlis, og þá þarf jafn- ótt að ræta upp, svo ávextir andans geti þrosk- azt til fulls. Menn eru aldrei óhultir fyrir syndinni, svo lengi sem þeir geta syndgað, og menn geta ekki verið vissir um sáluhjálp sína, svo lengi sem syndin loðir við samvizkuna. 3>ess vegna ríður á engum hlut eins mikið, eins og að vaka sí og æ yfir hjartanu. 10. Játning Gellerts. Kristján Gellert var þjóðverskur maður, góður og guðhræddur, skáld mikið og ræðumað- ur. Hann var fæddur 1715 og deyði 1769. Einu sinni sagði liann tilheyrendum sinum þannig af sjálfum sjer: nJeg hef nú lifað í 50 ár, og hef notið margra unaðsemda í lífinu, en engar hafa reynzt mjer varanlegri, saklausari og inndælli, en ein- *nitt þær, sem jeg hef leitað að eptir ráðum trúar- mnar, og notið eins hófsamlega og hún leggur fyrir. ^etta vitna jeg fyrir samvizku minni.

x

Lítið ungsmannsgaman

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lítið ungsmannsgaman
https://timarit.is/publication/556

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.