Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Page 42

Lítið ungsmannsgaman - 01.02.1852, Page 42
42 mestu ólund, til aft biðja kunningja sinn að lána sjer fáeina skildinga. Ilimin var þá hulindimm- um skýílókum, og Hans hugsaði með sjer, að niikil blessun væri það, ef nú skyldi gjöra dembu niður yfir garðinn. Hann veit þá ekki fyrri til, en honum finnst dropi koma á nefið; hann lítur þegar upp og nasar, og finnur að farið er að rigna. Iiann horfir þá glaður upp í loptið, og sjer á bak við skýflók'ana mikinn sæg eins og af fiðrildum, sem flögruðu innan um skýflókana, og Ijetu drjúpa sinádropa niöur úr hverjum anga. Hans fljúga þá strax í hug vindbelgirnir, og liugsar hann, að þessir hinir litlu regnbelgir hljóti að vera skyldir þeim. Hann hugsar sjer þá að styggja þá ekki. eins og hina, tekur ofan hattinn fyrir þeim, hnegir sig djúpt og segir: komið blessaðir, regnsvein- ar mínir góðu! gjörið vel í því að láta rigna dálítið; jeg sje að þið gjörið eins og þið getið. En vænst þækti mjer um, ef þið vilduð gjöra svo vel og skila til hennar Rir/nin(/ár, móðurykkar, að hún væri velkomin á mitt heim- yli með drjúga skúr. Að svo mæltu setti liapn hattinn upp aptur, og keirði hann niður á liáls, því nú brast á ákaflegur stormur og regnið

x

Lítið ungsmannsgaman

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lítið ungsmannsgaman
https://timarit.is/publication/556

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.