Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 9
EIMREIÐIN
STORISANDUR
5
Eg hampa smáum steini, eins og unga
sem á ei flug — og vermi hann í skjóli.
Alt líf á himni og mold, sem táknar tunga,
öll tíð, öll stjörnuveröld er vor skóli.
Því hrópa ei björgin fram hið aldna undur,
er eilíf, máttug trú þau hóf af stóli?
Af mætti vorra bæna, vona og vilja
skal valdið hæsta dæma og götur skilja.
Vak, Islands þjóð. Ver heyrð til himinsala,
frá hrjóstrum ríkra sanda og fríðra dala.
Enn skal hér Ijóma rækt og runnablámi.
Enn rís þinn vegur, yfir frosti og báli —
er hafstorð vor er fvlkt með nýju námi,
en norræn reisn í vorum anda og má/i.
— Er þjóðaræfin vor ei sandsins saga,
með silfurhimna g/it á steini og hjarni;
með Iífsfræ sterk og strjál um eyðihaga,
og stofnmál ríkt hjá norðurgeislans barni?
— Þar brennur jarðarandans æðsti neisti. —
77/ ákalls þeim, sem vora jökla reisti,
vér teygum fast af aldna óðsins lindum,
— og öræfanna rödd nær skýjatindum.
Þótt visni blóm í viðasnauðu landi,
skal vara í lýðsins djúpi sterkur andi.
Þökk greppum Fróns, sem lengi á kvöldum kváðu,
þökk krafti þúsund vísna, er hjörtun skráðu.
Lát, framtíð, dáðir þeirra liðnu lifa —
og Ijóðin ný af fornu eðli skrifa.
Kom heil og vertu heimskunn, nýja Saga;
og heilir, skáldmenn dýrstu jarðarbraga.
Einar Benediktsson.