Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 93
Eimreiðim SPIRITISMINN EFLIST Á ENGLANDI
89
að þá mundi hann fá heimfararleyfi. Hann hafði yndislega
rödd, og áður en hann skildi við móður sína söng hann fyrir
^ana tvo söngva. Annar þeirra byrjar á orðunum: »God send
Vou back to me« (Guð sendi þig heim til mín aftur). 'Mamma
01111 elskuleg«, sagði hann, þegan hann hafði lokið söngnum,
*fyrsta verkið mitt, þegar eg kem heim aftur eftir þrjá mján-
uði, skal verða það að syngja þessa söngva«. Einum mánuði
efiir að hann lagði af stað kom sú fregn, að hann hefði tap-
ask enginn vissi, hvað um hann hefði orðið. Það þótti á ófrið-
arárunum hryllilegasta fregnin, sem menn fengu af ástvinum
sinum, enn sorglegri en andlátsfregnir. Tveim mánuðum síðar,
mánuðum eftir að pilturinn hafði lagt af stað, fór móðir
^ans á sambandsfund. Fyrirbrigðin þar voru raddir utan
• y>ð miðilinn. Rétt í fundar byrjun heyrðist söngur í loft-
mu og móðirin sagði: »Þetta er rödd sonar míns«. Miðill-
mn var ekki í sambandsástandi, og sagði: »Hvernig vitið
ker það? Hvers vegna haldið þér það?« Áður en móðirin
fókk tíma til að svara, sagði röddin: »Þetta er alveg rétt hjá
roömmu. Eg er Cuthbert Smith«. Það var nafnið á piltinum.
^óðir hans spurði hann um flugstjórann á loftfarinu, sem
hann hafði verið á. Þá svaraði röddin: »Ó já, Bunny er hér
meo mér, en áður en eg segi nokkuð annað, ætla eg að efna
l°forð mitt«. »Hvaða loforð?« spurði móðir hans. »]ú, góða,
^anstu það ekki? Eg lofaði að syngja fyrir þig tvo söngva,
be2ar eg kæmi aftur«. Og þá tók hann að syngja annan
s°n9inn, sem hann hafði sungið áður en hann lagði af stað,
en ekki þann, sem eg hef skýrt frá hvernig byrjar.
^egar hann hafði lokið þeim söng, varð þögn. Þá sagði
einn af fundarmönnum við móðurina: »Biðjið þér son yðar
aö syngja meira«. Þá sagði röddin: »Ó, já, eg á að syngja
annan söng«. Þá tók hann að syngja hinn sönginn, sem hann
hafði sungið á undan burtför sinni. En nú breytti hann upp-
hafinu og söng: »God has sent me back to thee«. (Guð hefur
Sent mig heim til þín aftur).
Þegar fyrsta versinu var lokið, sagði röddin: »Við vorum
v°n. elsku mamma, að syngja þetta saman. Syngdu það nú
Jiieð mér«. Og þau sungu þetta saman, mæðginin, hún í
larðneskum heimi og hann í veröld framliðanna manna. —