Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 67
E'MREIÐIN
63
FRÁ FÆREVjUM
Það gerði Jón Helgason cand. mag. Um kynningu sína af
eV]arskeggjum og menningu þeirra hefur hann skrifað langa
°9 ýtarlega ritgerð, sem kom í Skírni 1919. Vil eg ráða
Þeim, sem kynnast vilja færeyskum málum nokkru nánar, að
*esa hana.
Barnakennarar í Færeyjum hafa ekki nema eins mánaðar
frí að sumrinu til. í sumar stóð námsskeiðið hálfa þriðju viku,
°9 sóttu það um 30 kennarar. Ég kendi íslensku 2 stundir
a dag. Auk þess var kend færeyska 1 stund á dag, og einnig
Þórshöfn á Straumey.
v°ru haldnir fyrirlestrar úr sögu Færeyinga. Það gerði Símun
av Skarði, sem fróðastur er allra manna í þeim fræðum. Þar
að auki voru haldnir fyrirlestrar úr Noregssögu; var til þess
k°minn norskur prestur og lýðháskólastjóri, Jon Mannsaaker
úr Harðangri.
Islenskuþekking færeysku kennaranna var furðanleg. Þeir
lásu íslensku sæmilega og skildu yfirleitt vel bókmálið. Margir
Færeyingar tala líka íslensku og sumir ágætlega. Ég talaði
aÞaf íslensku. Fyrstu dagana skildu margir lítið. En seinustu
^Sana var svo komið, að fólkið skildi nær undantekningar-
laust alt, sem ég sagði.
Þegar ég kom til Færeyja, laust eftir miðjan júlí, tók á
*nóti mér Símun av Skarði. Honum hafði ég kynst áður í
utanferð minni fyrir nokkrum árum. Simun hefur verið for-
stöðumaður lýðháskóla Færeyinga, síðan hann var stofnaður
Um aldamótin síðustu. En þar hefur Símun, ásamt samverka-
manni sínum, Rasmus Rasmussen, unnið mikið verk og þarft.
Þcssi skóli er nú eins konar miðstöð þjóðlegrar menningar og