Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 131
EIMREIÐIN
RITSIÁ
127
svo er um lóhannes í Vikloríu. En Hamsun á það líka lil að gefa lýst
Þróttmiklum mönnum, sönnum hetjum. Svo er um ísak í „Markens Qröde".
^vo hrifinn varð Maxim Gorki af þeirri bók, er hann las hana, að hann
re't Hamsun bréf samstundis og þakkaði honum í nafni mannkvnsins
Wrir þá dásamlegu bók. Og enski rithöfundurinn H. G. Wells segir á
e'num stað, að „Markens Gröde“ ætti næstum skilið að eiga sess meðal
ri,a heilagrar ritningar.1 Það er vonandi, að næsta bókin, sem vér eign-
umst á íslensku eftir Hamsun, verði „Markens Gröde“.
Stúdentaráð Háskóla íslands gefur Pan út, og rennur allur ágóðinn
af sölu bókarinnar í byggingarsjóð stúdenta, sem verja á til þess að koma
UPP stúdentabústað hér í Reykjavík innan skamms. Ætti það að flyta sölu
f'úkarinnar, að hún er gefin út til styrktar því nauðsynjamáli.
Sv. S.
Francis Bull og Fredrík Paasche: NORSK LITTERATURHISTORIE.
ff• Aschehoug & Co. Kria MCMXXIV.
Þótt ilt sé til afspurnar, eigum vér Islendingar enn enga ýtarlega sögu
vorra eigin bókmenta, en að eins stutt bókmentasöguágrip. Frændur vorir,
Norðmenn, eru þar betur staddir. En þó er nú með ofannefndu riti verið
efna til enn veglegri bókmentasöguútgáfu en þeir hafa áður átt. Verð-
Ur hún í 5 stórum bindum með fjölda mynda. Hefur Eimr. verið sent 1.
heftið af ritverki þessu.
Það sem sérstaklega hlýtur að vekja eftirtekt vor Islendinga á ritinu
er það, að í fyrsta bindinu verður bókmentasaga Islands jafnhliða hinni
uorsku, alt frá upphafi og fram að siðbót. Er það hinn góðkunni ls-
landsvinur og fræðimaður Fredrik Paasche, sem ritar þenna hlutann, og
er honum trúandi til að leysa það verk vel af hendi. Því auk þess sem
hann er manna fróðastur í norrænum fræðum, er hann allra manna óhlut-
<fr®gastur í garð íslands, er um norrænar fornbókmentir er að ræða.
®er þetta fyrsta hefti þegar merki þess.
Heftið byrjar á ritgerð um rúnirnar, þessi elstu germönsku rittákn,
Sem haldið er, að fyrst sé farið að nota á 2. öld e. Kr., meðal gotneskra
®ttstofna í héruðunum norðan Svartahafsins. Er í stuttu máli lýst því,
Sem menn vita um rúnaletrið, notkun þess og þýðingu í sambandi við
^ornan skáldskap og galdra í heiðni.
I Sjá H. G. Wells: The Salvaging of Civilization (Cassell & Co Ltd,
1921), bls. 121.