Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 82
78
SPIRITISMINN EFLIST Á ENOLANDI eimREIÐIN
þá er breytingin orðin afar mikil. Það er einstaklega auðvelt
að telja mönnum trú um svik af hálfu lítilsigldra og lítt þektra
manna. En þegar svikabrigslin eru orðin að reyk, þá fer að
vandast málið. Þá fer að verða örðugt, til dæmis að taka, að
telja mönnum með almennri heilbrigðri skynsemi trú um þa^’
að þegar þeir sjá líkamningar, ef til vill í gerfi framliðinna
ástvina þeirra, þá sé undirvitund miðilsins ein að verki. Og
þegar þeir fá skilaboð um atriði, sem óhugsandi er að miðiH'
inn hafi nokkru sinni fengið að vita, og reynast rétt — ef
til vill skilaboð um það, sem enginn viðstaddur hefur hug-
mynd um, ef til vill um það, sem enginn jarðneskur maður
veit, en samt verður grafið upp, — þá er örðugt að telja
mönnum trú um, að miðillinn hafi sótt þetta í hugi manna,
sem hann þekkir ekkert, einhverstaðar úti um veröldina, eða
að hann hafi sótt það í alvitund guðs. Þá fara menn, eins og
þeir gerast alment, að spyrja, hvaða sannanir séu fyrir þessum
kenningum. Og þeir komast að raun um, að því fer svo fjarri,
að sannanir séu fyrir þessu, að líkindin eru jafnvel engin.
Og nú streyma menn unnvörpum inn í spíritistafélögin og
spíritistasöfnuðina á Englandi. Um hitt er ekki minna vert,
hve margir láta nú uppi sannfæring sína um samband við
annan heim af þeim mönnum, sem þjóðin þekkir best og
tekur mest mark á. Það hefur verið sagt í skopi, að ef þe*111
ósköpum haldi áfram, þá geti menn farið að búast við þv*>
að jafnvel biskuparnir fari að sannfærast um annað líf.
Einn af þessum nýju fylgismönnum og formælendum spín*
tismans er Sir Edward Marshall-Hall. Hans var getið í næst-
síðasta hefti Morguns. Merkur Englendingur segir um hann,
að hann sé fremstur málafærslumaður sinnar aldar. Allir virðast
kannast við það, að enginn maður á Englandi sé færari en hann
um það að meta sannanir. Geta má nærri, hvort það hefur
engin á hrif, að slíkur maður bætist í hópinn.
En það er sérstaklega einn af þessum mönnum, sem rmg
langar til að benda á. Hann heitir Robert Blatchford, og er
einn af þjóðkunnustu mönnum á Englandi. Hann er eldheitur
ættjarðarvinur, djúphyggjumaður, blaðamaður og rithöfundur.
Sagt er um hann, að að undanteknum frægustu skáldsagnahöf-
itndunum muni enginn maðurá Englandi eiga jafn marga lesend-