Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 87
E'mreiðin SPIRITISMINN EFLIST Á ENGLANDI
83
hefðu víst verið gefnir, þó að eg vissi ekki um það. Henni
hafði þótt töluvert mikið varið í þessa skó, og þeim hafði
Verið stungið niður í skúffu, og voru ekki með öðrum skóm
hennar, sem allir höfðu verið geymdir.
Eg held, að það hafi verið laglega gert af Fedor litlu að
yda meira um skóna en eg vissi. En henni tókst enn betur.
^ún sagði, að konunni þætti vænt um, að eg væri með ljós-
mVnd í vasa mínum, og því næst mælti hún: »Mér þykir vænt
Utr>. að þú áttir litlu myndina, en hún er komin langt burt*.
Svo að Fedor vissi, að eg hafði sent eina myndina af kon-
Ur>ni minni til Afríku.
Eg hugsa mér, að rengingamanninum muni finnast töluvert
Ú1 um Fedor. Eg vissi, að gámall diskur hafði brotnað, en
Eedor vissi, hvernig hann var litur. Hún sagði: »Segðu
stúlkunum að vera ekki að gera sér rellu út af bláa diskin-
Um- Það var eins og hver önnur óhepni. Þeim þykir fyrir
t>essu. Segðu þeim, að það geri ekkert tiU.
Þá sagði Fedor: »Hún er að segja Ally, Ally, Ally. Hvað
er það? Hún brosir. Er þetta eitthvert gamanyrði? 0, nú
Se2ir hún, að það sé hundur. Hundar fara þangað yfir um,
þeir hafa elskað og verið tryggir. Nú áttum við hund í
Norfolk, og þegar við kölluðum til hans Allez! Allez! Allez!
bá var haim vanur að taka undir sig stökk og hlaupa í
^ingum eins og sirkus-hestur. Konan mín kom með þessi
0rð sem tákn, sem sönnun, og í þetta skifti komst ekki hugs-
ar>aflutningurinn að. Fedor gat ekki lesið skýringuna í huga
n'ínum.
Svo var það seinna, að konan mín var að tala yið Fedor
Ulr> stúlku. Fedor sagði við mig: »A last, A last; er það annað
2amanyrði?« »Hvað er A last ?« Þá heyrði eg hvíslað, og
Eedor sagði: »0, hún segir, að þar sem hún sé upprunnin
Se drengur og stúlka kölluð a lad og a lass«. Hefði Fedor
verið frá Yorkshire, þá hefði hún vitað, að a lass er gæluorð.
En hún er útlendingur og hugsanaflutningur hennar nær ekki
Syo langt.
Við höfðum sent kabinett-mynd af konunni minni til þess
fá hana stækkaða, og þetta hafði ekki tekist að öllu leyti
Vel- Þetta gerðist eftir andlát hennar. Fedor var nákunnug