Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 34
EIMREIÐlN
Frumeindakenning nútímans.
Eftir Trausta Olafsson.
Það er afarlangt síðan menn fóru að gera sér grein fyrir
því, hvernig hlutir þeir, sem við sjáum umhverfis okkur,
gerðir frá náttúrunnar hendi. Kom þá snemma sú skoðun
fram, að alt væri gert úr óendanlega mörgum ósýnileSun1
ögnum. Qríski heimspekingurinn Domokritos (um 400 f. ^
mun hafa verið meðal hinna fyrstu, sem hélt þessu fran1'
Þessi kenning var síðar nefnd frumeindakenning, af því a^
agnirnar voru kallaðar frumeindir (atomer).1 * * *
Demokritos segir meðal annars:
»Enginn hlutur verður til úr engu, og ekkert, sem til er’
getur orðið að engu. Allar breytingar stafa af því, að fruiu-
eindir sameinast eða aðskiljast. Ekkert er til nema frumeind'
irnar og hið tóma rúm. Alt annað er eintómur hugarburður-
Frumeindirnar eru óteljandi og óendanlega breytilegar að löS'
un. Þær eru á sífeldri hreyfingu og rekast þá hver á aðra
og mynda hringiðu í geimnum. Þessar hreyfingar eru upptök
hnattkerfanna. Hlutirnir eru svo ólíkir að eðli og útliti, af ÞVI
að frumeindirnar, sem þeir eru gerðir úr, eru mismunandi að
stærð og lögun, og innbyrðis afstaða þeirra og fjöldi er n115'
munandi. Sálin er samsett úr fíngerðum, mjúkum og hnött'
óttum frumeindum, líkum þeim sem eru í eldinum. Þær erU
kvikastar allra frumeinda, læsa sig um allan líkamann °9
hreyfingar þeirra eru byrjunin til lífsins«.
Þetta eru nokkur atriði úr skoðunum Demokrits, og ÞV1
verður ekki neitað, að það er langt skref frá þeim og Þl
þeirrar þekkingar, sem menn nú hafa í þessum efnum, en Þa^
er þó eftirtektarvert, hve skoðunum hans ber að mörgu leyd
saman við skoðanir nútímans.
1) Orðið „frumeind", sem notað hefir verið yfir útlenda orðið „atom >
er að vísu ekhi vel heppilegt, eftir þá þekkingu, sem menn hafa nlj
öðlast á byggingu „atomsins", en er notað hér, þar sem ekki mun v
á öðru betra.